fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ný meðferð við COVID-19 – Hverfur jafnvel á einum sólarhring úr líkamanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 05:46

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir með að gefa fólki, sem er smitað af COVID-19, blóðvökva hafa lofað góðu. Þá er blóðvökvi tekin úr fólki, sem hefur náð sér af slíku smiti, og gefin veiku fólki. Dæmi er um að tekist hafi að vinna bug á smiti á einum sólarhring. Það eru sænskir vísindamenn sem standa að tilrauninni.

„Við sjáum að ef þú ert með veiruna í blóðinu þá losnar þú við hana, venjulega næsta dag, ef þú færð blóðvökva með hlutlausum mótefnum.“

Sagði Joakim Dillner, prófessor í smitsjúkdómafræði, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Aðferðin, að gefa veiku fólki blóðvökva úr fólki sem hefur jafnað sig af sama sjúkdómi, er vel þekkt og margreynd í baráttunni við smitsjúkdóma.

„Þetta hefur verið reynt við aðra smitsjúkdóma en með misjöfnum árangri verður að segjast. Það er ekki öruggt að þetta virki. En í fljótu bragði litið þá er líklegt að þetta virki því mótefni berjast gegn veirum og hægt er að flytja þau á milli fólks. Þess vegna vonum við að hægt sé að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að ráða niðurlögum veirunnar.“

Hefur Ekstra Bladet eftir Henrik Ullum, yfirlækni og prófessor hjá blóðbankanum á danska ríkisspítalanum.

Sænska rannsóknin hefur nú farið í gegnum fyrsta og annað stig þar sem tilraunir voru gerðar á 25 sjúklingum. Markmiðið var að tryggja að aðferðin væri hættulaus og að finna út hversu mikinn blóðvökva á að gefa, hvenær og hverjum. Nú verður farið yfir á næsta stig þar sem minnst 100 sjúklingar taka þátt. Þeim verður skipt upp í tvo hópa þar sem annar fær blóðvökva en hinn ekki. Niðurstöðurnar verða síðan bornar saman. Sérfræðingar telja líklegt að nokkrir mánuðir líði þar til tilraunirnar skila niðurstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?