fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

John Bolton segir mögulegt endurkjör Trump ávísun á hörmungar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:01

John Bolton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir að forsetakosningarnar í nóvember séu síðasta tækifæri bandarísku þjóðarinnar til að koma í veg fyrir mjög skaðlegar afleiðingar af forsetatíð Trump.

Þetta sagði hann í samtali við ABC News á sunnudagskvöldið. Þetta var fyrsta stóra viðtalið sem Bolton veitti í tengslum við útgáfu á nýrri bók hans um tíma hans í Hvíta húsinu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Bókin kemur út í dag.

„Ég vona að hans verði minnst í sögubókum sem forseta sem sat aðeins í eitt kjörtímabil og að hann hafi ekki sent landið í spíral niður á við sem ekki er hægt að komast út úr.“

Bolton er yfirlýstur stuðningsmaður repúblikanaflokksins en lítur ekki á Trump sem „íhaldssaman repúblikana“.

„Við getum komist til valda eftir eitt kjörtímabil forseta, ég hef fulla trú á því jafnvel þótt það kraftaverk muni ekki verða í nóvember að íhaldssamur repúblikani verði kjörinn. Ég hef meiri áhyggjur af tveimur kjörtímabilum forseta.“

Bolton skýrir frá ýmsu í bók sinni sem getur komið sér illa fyrir Trump. Meðal annars að hann hafi grátbeðið Xi Jinping, forseta Kína, að aðstoða sig við að ná endurkjöri. Hann segir Trump einnig „óhæfan“ til að gegna embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið