fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Eru reiðubúnir til að drepa fólk til að fá lokunum aflétt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 21:30

Adam Smith. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum liðsmaður í landgönguliði bandaríska flotans virðist vera í fararbroddi fyrir hóp fólks sem reynir að fá yfirvöld í Norður-Karólínu til að aflétta lokun samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann segir að fólkið sé reiðubúið til að grípa til vopna og drepa fólk til að þvinga yfirvöld til að aflétta þeim hömlum og lokunum sem hefur verið gripið til.

„Við erum tilbúin til að beita vopnum og drepa fólki til að ná þessu markmiði. Erum við reiðubúin til að drepa fólk? Erum við reiðubúin til að fórna lífinu? Við neyðumst til að segja já.“

Segir Adam Smith í myndbandi sem hann birti á Facebook. Hann segir fyrirmæli um lokun samfélagsins vera „próf“ sem eigi að sýna hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að sætta sig við nýja heimsskipan. WFEA útvarpsstöðin skýrir frá þessu.

„Við tökum okkur vopn í hönd. Það er kominn tími til að berjast gegn þessu. Þegar upp verður staðið er það eina sem tryggir frelsi okkar viljinn til að berjast. Ef þið komið með vopn, þá komum við með vopn. Ef þið eruð vopnuð þá erum við einnig vopnuð.“

Segir hann einnig í myndbandinu.

Smith birti myndbandið á Facebook og eiginkona hans deildi því á ReOpenNC hópnum á Facebook sem er lokaður hópur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi