fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Pressan

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 05:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski veirufræðingurinn Shi Zhengli, sem stýrir smitsjúkdómadeild veirufræðistofnunarinnar í Wuhan í Kína, segir að COVID-19 sé aðeins toppurinn á ísjakanum hvað varðar veirur. Hún hefur árum saman rannsakað veirur í villtum dýrum og er því oft kölluð leðurblökukonan.

Í samtali við kínversku sjónvarpsstöðina CCTN sagði hún að fleiri veirur séu þarna út, miklu fleiri.

„Þessi óþekkta veira, sem við höfum nú kynnst, er bara toppurinn á ísjakanum. Við viljum koma í veg fyrir að fleiri þurfi að þjást í næsta faraldri smitsjúkdóms. Af þeim sökum verðum við að læra meira um þessar óþekktu veirur sem eru í villtum dýrum.“

Sagði hún og bætti við:

„Við verðum að finna þær áður en þær finna okkur.“

Um leið hvatti hún Kína og aðrar þjóðir til að leggja allt í sölurnar til að afla meiri vitneskju um dularfullar veirur í villtum dýrum.

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Kínverja um að bera ábyrgð á kórónuveirunni, sem nú herjar á heimsbyggðina, því faraldurinn hafi farið af stað þegar veiran barst í fólk frá rannsóknarstofu Shi Zhengli. Þessu vísa Kínverjar algjörlega á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast
Pressan
Í gær

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un