fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 20:10

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn hætta auðvitað ekki að fæðast þótt heimsfaraldur COVID-19 gangi nú yfir heimsbyggðina. Nýlega fæddust tvíburar, drengur og stúlka, í Chhattisgarh á Indlandi. Foreldrar þeirra ákváðu að þau skyldu fá nöfnin Corona og Covid en þetta verður nú að teljast ansi undarleg nafngift því erfitt er að tengja eitthvað jákvætt við þessi nöfn.

Tvíburarnir fæddust þann 27. mars en þá hafði útgöngubann verið sett á á Indlandi. Foreldrarnir heita Preeti og Vinay Verma. Sky skýrir frá þessu.

Móðirin sagði í samtali við Press Trust of India að COVID-19 faraldurinn væri „hættulegur og ógni lífi fólks“ en hafi þó haft þau jákvæðu áhrif að fólk sé meðvitaðra um sótthreinsun, hreinlæti og aðrar góðar venjur.

„Þegar starfsfólkið fór að kalla börnin Corona og Covid ákváðum við endanlega að nefna þau eftir faraldrinum.“

Sagði hún og bætti við að nöfnin myndu minna þau á erfiðleikana sem þau glímdu við á tímum faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu