fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 05:21

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin settu sorglegt met annan daginn í röð hvað varðar fjölda látinna af völdum COVID-19 á einum sólarhring. 1.169 dauðsföll voru skráð samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans frá í nótt. Tölurnar ná yfir tímabilið frá klukkan 00.30 aðfaranótt fimmtudags til klukkan 00.30 í nótt.

Þetta var þriðji dagurinn í röð sem fleiri en 800 létust af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn létust 884 af hennar völdum sem var þá mesti fjöldi látinna á einum degi. Aukninginn á milli daga nemur 32 prósentum. 1.169 dauðsföll eru einnig mesti fjöldi andláta af völdum veirunnar í heiminum á einu degi til þessa. Ítalía átti áður þetta sorglega met en þar létust 969 á einum sólarhring þann 27. mars.

Í heildina hafa tæplega 6.000 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. 244.000 smit hafa verið staðfest. Rúmlega 9.000 hafa náð sér. Á aðeins 24 klukkustundum fjölgaði staðfestum smitum um 30.000.

Á heimsvísu hafa rúmlega 52.000 manns látist af völdum veirunnar. Flestir hafa látist á Ítalíu eða rúmlega 13.000, næstflestir á Spáni eða rúmlega 10.000 og Bandaríkin eru í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“