fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 22:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn handtók lögreglan Washington ríki í Bandaríkjunum ökumann eftir æsilega eftirför. Ökumaðurinn hafði ekið á tvo bíla og stungið af í bæði skiptin. Lögreglan hóf þá eftirför sem stóð yfir í góða stund á hraðbrautum og göngustígum í ríkinu og ók maðurinn á allt að 150 km/klst.

Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki en talskona lögreglunnar sagði í samtali við CNN að aksturlag mannsins hafi verið hræðilegt. Þegar lögreglumaður reyndi að þvinga ökumanninn til að stöðva aksturinn sá hann að hundur sat í bílstjórasætinu en hinn handtekni í farþegasætinu og hélt um stýrið.

Lögreglan segir það mikla mildi að enginn skyldi slasast því maðurinn ók eftir göngu- og hjólastígum þar sem margt fólk er yfirleitt á ferð.

Lögreglunni tókst að stöðva akstur mannsins með því að nota naglamottur. Þegar hann var handtekinn gaf hann aðeins eina skýringu á hátterni sínu að sögn talskonu lögreglunnar:

Hann var „að reyna að kenna hundinum sínum að aka.“

Ökumaðurinn er einnig grunaður um ölvun við akstur. Hundinum var komið fyrir í dýraathvarfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf