fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

400 létust á einum sólarhring af völdum COVID-19 – Samt er það versta ekki afstaðið á Spáni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 11:10

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuvírusinn COVID-19 breiðist nú hratt út á Spáni. Spænska heilbrigðiskerfið á í vök að verjast. Til að reyna að mæta álaginu er búið að breyta stórri ráðstefnuhöll í Madríd í bráðabirgðasjúkrahús með rými fyrir 5.500 sjúklinga.

Í gær skýrðu spænsk yfirvöld frá því að tæplega 400 manns hafi látist af völdum COVID-19 á einum sólarhring. Aldrei fyrr hafa svo margir látist af völdum veirunnar á einum sólarhring þar í landi.

Nú hafa 1.772 látist af völdum veirunnar á Spáni. Staðfest smittilfelli eru 28.768. Landið er því meðal þeirra landa sem verst hafa farið út úr faraldrinum. Ástandið er verst á Ítalíu. En ef dánartölur þessara tveggja landa eru bornar saman á því stigi faraldursins, sem nú er á Spáni, þá eru þær mun hærri á Spáni en þær voru á Ítalíu.

Gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í Madríd eru yfirfullar, þar liggja tvöfalt fleiri en þær ráða í raun við. Þörf er á um 1.500 gjörgæslurýmum til viðbótar.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina á laugardaginn og sagði að „það versta væri enn framundan“. Enn eigi versta og skæðasta bylgjan eftir að ríða yfir. Hún muni svo sannarlega reyna á þjóðina.

Útgöngubann er í gildi á Spáni og þess er vænst að þingið samþykki á miðvikudaginn að framlengja það fram yfir páska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu