fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Harvey Weinstein greindur með kórónuveiruna

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 22. mars 2020 22:31

Harvey Weinstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn og dæmdi kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19.

Hinn 68 ára gamli Weinstein dvelur nú í einangrunarklefa í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki í Bandaríkjunum, en nýverið var fundinn sekur um nauðgun og önnur kynferðisbrot og afplánar nú 23 ára fangelsisdóm vegna þess.

Það tók kviðdóm í málinu gegn Weinstein fimm daga að komast að niðurstöðu. Hann var á endanum sakfelldur fyrir brot gegn tveimur konum, en sýknaður af alvarlegustu ákærunum. Þær hefðu getað leitt til þess að hann sæti inni til æviloka.

Tugir kvenna stigu fram fyrir nokkrum árum og sökuðu Harvey Weinstein um ýmis kynferðisbrot gegn þeim. Vitnisburður þeirra er talinn hafa komið af stað #metoo-byltingunni, sem varð til þess að fjölmargir karlmenn í háum stöðum voru bornir þungum sökum um kynferðisofbeldi gegn konum.

Talið er að Weinstein sé einn tveggja fanga í Wende sem greinst hafa með veiruna. Í New York-ríki hafa yfir 15 þúsund manns greinst og 114 látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi