fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Myrti hann Stine? Hrottalegt morð fyrir 30 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. desember 2020 20:00

Stine Geisler. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af umtöluðustu óupplýstu morðmálum Danmerkur er morðið á Stine Geisler sem var myrt á hrottalegan hátt fyrir 30 árum. Hún var aðeins 18 ára. Í nýrri heimildarmyndaþáttaröð Discovery er fjallað um morðið og varpað ljósi á hver gæti hafa myrt Stine.

Stine, sem var menntaskólanemi, var dregin niður í kjallara við heimili sitt í Teglgårdsstræde í Kaupmannahöfn. Þar var hún bundin á höndum með rafmagnssnúru sem var einnig sett utan um háls hennar. Hún kafnaði þegar morðinginn tróð tveimur þvottapokum ofan í háls hennar.

Hún var einnig skorin í andlitið og vaxi var hellt yfir hana. Eftir að hún lést var undarlegt merki rist á hægri handlegg hennar.

Í þáttaröðinni „Hvem dræpte Stine Geisler?“ (Hver myrti Stine Geisler?) er farið ofan í kjölinn á málinu og reynt að komast að hver myrti hana. Í þáttunum er rætt við nokkra menn sem voru eitt sinn grunaðir í málinu en voru hreinsaðir af öllum grun. En rannsókn þáttagerðarmannanna leiddi þá á slóð manns sem grunur hefur aldrei áður fallið á. Sá gengur undir heitinu „hjólaskautamaðurinn“ og hefur að sögn margoft sagt við fyrrum unnustu sína, vini og kunningja að hann eigi eiginlega að vera í fangelsi fyrir að hafa myrt Stine. Það að hann hafi ekki verið dæmdur fyrir morðið er að sögn vegna þess að stjúpfaðir hans veitti honum fjarvistarsönnun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Discovery Networks.

Þegar þáttagerðarmaðurinn Jeppe Facius ræddi við manninn neitaði hann sök og sagði að lögreglan gæti bara komið og rætt við sig. Þáttagerðarmennirnir telja að lögreglan eigi að skoða málið út frá því sem þeir komust að og fá lífsýni úr „hjólaskautamanninum“ til að bera saman við lífsýni sem fundust á vettvangi.

Lögreglan hefur sagt að morðinginn sé „sadisti og öfuguggi sem njóti þess að misþyrma og niðurlægja konur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump