fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Pressan

Bóluefni AstraZeneca með 70 til 90% virkni – Hefur einn stóran kost fram yfir hin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 07:58

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk/sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca tilkynnti í gær að prófanir á bóluefni þess, sem það hefur unnið að í samvinnu við vísindamenn í Oxfordháskóla, hafi leitt í ljós að bóluefnið veiti að meðaltali 70% bólusettra vernd. Það veitir þó allt að 90% vernd ef fólk fær fyrst hálfan skammt og síðan fullan skammt eftir einn mánuð.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla þá tóku 11.363 þátt í prófunum á bóluefninu.

„Niðurstaðan sýnir að við erum með virkt bóluefni sem mun bjarga mörgum mannslífum. Það er spennandi að við höfum komist að því að bóluefnisskammtar okkar hafa áhrif í um 90% tilfella og ef þessi skammtastærð er notuð er hægt að bólusetja fleiri miðað við fyrirhugaða afhendingu á bóluefninu,“ sagði Andrew Pollard, prófessor og rannsóknastjóri hjá Oxford Vaccine Trail, í fréttatilkynningu frá AstraZeneca.

Áður hafa Pfizer, í samvinnu við BioNTech, og Moderna tilkynnt um bóluefni sem virka í allt að 95% tilfella.

Þrátt fyrir að bresk/sænska bóluefnið virki ekki eins vel hefur það þó þann stóra kost umfram hin tvö að það er hægt að geyma það í venjulegum ísskáp í að minnsta kosti sex mánuði. Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráðu frost en bóluefni Moderna er hægt að geyma í ísskáp í allt að 30 daga.

AstraZeneca reiknar með að framleiða þrjá milljarða skammta af bóluefninu á næsta ári. BBC segir að bresk stjórnvöld hafi nú þegar pantað 100 milljónir skammta hjá fyrirtækinu en það nægir til að bólusetja 50 milljónir manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum
iPhone truflar gangráð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það

Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð

2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðilegt slys: 21 árs gamall háskólanemi fór út til að reykja sígarettu – „Svo heyrði ég stutt, hátt öskur“

Hræðilegt slys: 21 árs gamall háskólanemi fór út til að reykja sígarettu – „Svo heyrði ég stutt, hátt öskur“