fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 04:51

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í sóttkví. Þetta gerðist eftir að í ljós kom að þingmaðurinn Lee Anderson var með COVID-19 en Johnson fundaði nýlega með honum. Anderson fékk einkenni COVID-19 og fór í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rakningateymi heilbrigðisyfirvalda hafi haft samband við Johnson og sagt honum að hann þyrfti að fara í sóttkví vegna smits Anderson.

Johnson tísti um þetta og sagði: „Ég er ekki með nein einkenni en fylgi reglum og mun sinna störfum mínum frá Downingstræti 10 og halda áfram að stýra aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn heimsfaraldrinum.“

Johnson og Anderson funduðu í um 35 mínútur í Downingstræti 10 síðasta fimmtudagsmorgun. Fleiri þingmenn voru einnig á fundinum. Þar á meðal Andy Carter sem tilkynnti einnig í gær að hann væri farinn í sóttkví.

Johnson greindist með COVID-19 í mars og lá á gjörgæsludeild í þrjá sólarhringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun