fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
Pressan

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 16:14

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá heilbrigðisyfirvöldum. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur geisað á þessum tíma og hefur sína áhrif á þetta en dauðsföllin eru nú orðin tæplega 300.000 fleiri en heilbrigðisyfirvöld áttu von á.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, telur að frá 26. janúar til 3. október hafi 299.028 fleiri látist en vænta mátti út frá tölfræðilegu sjónarhorni miðað við dauðsföll undanfarinna ára.

CDC kemur ekki með neina skýringu á þessu en segir að dauðsföll af völdum COVID-19, bæði bein og óbein, séu inni í þessum tölum. Rúmlega 220.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 til þessa samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum.

Washington Post segir að þessi fjöldi dauðsfalla geti einnig verið vegna þess að margir hafi látist af völdum annarra sjúkdóma því þeir hafi verið hræddir við að leita til lækna af ótta við kórónuveiruna. Einnig er talið að margir hafi látist af völdum COVID-19 þrátt fyrir að það sé ekki skráð á dánarvottorð þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta
Pressan
Í gær

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
Pressan
Fyrir 2 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu

Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump