fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Pressan

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 11:05

Íranski byltingarvörðurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur orðrómur verið á kreiki um að ráðamenn í Íran hyggist hefna morðsins á Qasem Soleimani sem Bandaríkjamenn myrtu á síðasta ári. Soleimani var einn helsti herforingi og hugmyndasmiður írönsku klerkastjórnarinnar og stýrði Quad-sveitum landsins en það eru úrvalssveitir hersins.

Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirætlanir Írana um að myrða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram 3. nóvember. Hafa fjölmiðlarnir vísað í ónafngreinda heimildarmenn.

Trump tjáði sig um þetta á Twitter á mánudaginn og sagði að sérhverri árás frá Íran yrði svarað af miklum krafti.

„Sérhverri árás frá Íran, í hvaða formi sem er, gegn Bandaríkjunum verður svarað með mörg þúsund sinnum öflugri árás á Íran,“

skrifaði hann á Twitter.

Samband Bandaríkjanna og Íran hefur verið slæmt síðan klerkastjórnin komst til valda og versnaði enn frekar þegar Trump dró Bandaríkin út úr alþjóðlegum samningi við Íran um kjarnorkumál þeirra fyrir tveimur árum.

Í byrjun janúar á síðasta ári drápu Bandaríkjamenn Soleimani í flugskeytaárás í Bagdad í Írak og reyna nú að fá þjóðir heims til að framlengja vopnasölubann á Íran en það byrjar að renna út í áföngum í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævintýrið er á enda eftir aðeins sex mánuði – Efnisveitan gafst upp

Ævintýrið er á enda eftir aðeins sex mánuði – Efnisveitan gafst upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti