fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Neitað um aðgang að safni – Kjóllinn þótti of fleginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 05:23

Jeanne í umræddum kjól. Mynd:Jeanne/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var franskri konu, sem nefnir sig Jeanne á Twitter, neitað um aðgang að ´Musee d´Orsay í París. Ástæðan var að hennar sögn að kjólinn, sem hún klæddist, þótti of fleginn og sýndi of mikið af brjóstum hennar.

Hún tísti um þetta á Twitter og sakaði safnið um tvískinnung hvað varðar siðferði því á safninu eru til sýnis nokkur af þekktustu nektarmálverkum heims. CNN skýrir frá þessu.

Jeanne birti mynd af sér í umræddum kjól á Facebook og skrifaði við:

„Kjólinn sem deilurnar risu út af. Myndin er tekin fjórum klukkustundum síðar.“

Hún bætti síðan við:

„Ég náði ekki einu sinni að sýna miðann minn því brjóstin mín og útlit fóru svo illa í vörðinn. Um hríð vissi ég ekki einu sinni að það var kjóllinn minn sem var vandamálið. Öryggisvörður kom svo og sagði að klæðnaður minn bryti gegn reglum safnsins.“

Á Twitter skrifaði hún síðan:

„Ég er ekki bara brjóstin. Ég er ekki bara líkami. Tvöfalt siðgæði ykkar á ekki að koma í veg fyrir aðgengi mitt að menningu og þekkingu.“

Safnið brást fljótlega við þessu á Twitter og baðst afsökunar á að Jeanne hafi verið meinaður aðgangur.

„Athygli okkar hefur verið vakin á því að safngesti var meinaður aðgangur. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu og hörmum þetta. Við höfum haft samband við viðkomandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim