fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þingmaður vill að konur fái frí frá vinnu þegar þær eru á blæðingum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 22:20

Nú verða tíðavörur ókeypis í Skotlandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski þingmaðurinn Sikandar Siddique, sem er utan flokka, vill að danskar konur geti fengið allt að tíu daga frí frá vinnu á ári þegar þær eru á blæðingum. Þetta á einnig að gilda um þær konur sem hafa gengist undir kynleiðréttingu.

Rökin á bak við þessa hugmynd hans eru að margar konur glími við mikla vanlíðan þegar þær eru með blæðingar. Hugmyndina fékk hann nýlega þegar hann las grein á vef CNN um að indverskt fyrirtæki gefi konum, einnig þeim sem hafa gengist undir kynleiðréttingu, tíu frídaga á ári sem þær geta notað þegar blæðingarnar eru að gera þeim lífið leitt. Það má því segja að um eyrnamerkta veikindadaga sé að ræða.

Á Twitter skrifaði Siddique að það myndi vera viðeigandi að dönsk fyrirtæki fylgi þessu fordæmi.

B.T. ræddi við hann um þessa hugmynd hans og sagði hann að almennt séð séu kjör kvenna á vinnumarkaði ekki jafn góð og kjör karla og því vilji hann gjarnan að þetta verði tekið upp hjá dönskum fyrirtækjum.

Þegar blaðamaður benti honum á að það væri ekki sjúkdómur að vera með blæðingar sagði Siddique að með þessu sé hægt að bæta enn á jafnrétti kynjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?