fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Pressan

Meðlimur Manson-fjölskyldunnar sækir um reynslulausn í 23. sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 05:40

Leslie von Houten nýlega og á yngri árum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Sharon Tate og ófæddur sonur hennar voru myrt á hrottalegan hátt af meðlimum Manson-fjölskyldunnar á heimili Tate í Kaliforníu í ágúst 1969. Þrír til viðbótar voru myrtir. Næstu nótt myrtu meðlimir fjölskyldunnar hjón í húsi nærri heimili Tate.

Leslie von Houten var einn meðlima Manson-fjölskyldunnar og hefur setið í fangelsi síðustu 50 árin fyrir aðild að nokkrum þeirra morða sem fjölskyldan framdi. Hún hefur nú sótt um reynslulausn í 23. sinn. Hún hefur verið metin hæf til að fá reynslulausn og er það í fjórða sinn sem hún er metin hæf til þess.

En Debra Tate, systir Sharon, hefur alla tíð barist hatrammlega gegn því að von Houten og aðrir meðlimir Manson-fjölskyldunnar fái reynslulausn og nú er engin breyting á.

„Hættan sem fylgir því að sleppa þessu fólki úr fangelsi hverfur aldrei. Ég er hrædd, ekki aðeins um eigið líf og líf fjölskyldu minnar, sem gæti verið hugsanlegt skotmark þeirra, heldur fyrir hönd samfélagsins.“

Hefur CNN eftir Debra Tate.

Von Houten sótti fyrst um reynslulausn 1977 en hefur aldrei fengið hana samþykkta. Debra Tate hefur biðlað til Gavin Newson, ríkisstjóra í Kaliforníu, um að hann tryggi að beiðni von Houten verði hafnað.

Von Houten var ekki á staðnum þegar Sharon Tate og hin þrjú voru myrt en hún var sakfelld fyrir aðild að morðunum á hjónunum nóttina á eftir. Hún var aðeins 19 ára þegar þetta gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Landamæri Ástralíu verða væntanlega lokuð allt árið

Landamæri Ástralíu verða væntanlega lokuð allt árið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líklegt að Kamala Harris verði að lifa með hótunum á áður óþekktu stigi

Líklegt að Kamala Harris verði að lifa með hótunum á áður óþekktu stigi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að lýðræðið hafi nærri dáið

Segir að lýðræðið hafi nærri dáið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Joe Biden hefur svarið embættiseið og flytur innsetningarræðu

Joe Biden hefur svarið embættiseið og flytur innsetningarræðu