fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Smitaði 71 af kórónuveiru á einni mínútu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 05:40

Lyftuferðin var afdrifarík. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem fylgdi leiðbeiningum yfirvalda, smitaði 71 af kórónuveirunni á aðeins einni mínútu. Konan var algjörlega einkennalaus og var nýkomin heim úr ferð til Kína en hún býr í Bandaríkjunum. Hún fór í einu og öllu eftir ráðleggingum yfirvalda og hélt sig heima við í sóttkví.

En hún náði samt sem áður að smita 71 af veirunni. Hún fór eina ferð með lyftu og skildi veiruna eftir sig í lyftunni og þá var fjandinn laus. Centers for Disease Control (CDC) skýrir frá þessu í nýrri rannsókn. Þetta sýnir að sögn stofnunarinnar hversu hratt kórónuveiran getur smitast og hættuna sem getur stafað af einkennalausu fólki og hættunni sem fylgir því að búa þétt.

Annað dæmi sem er nefnt til sögunnar er um mann, sem bjó í Heilongjiang héraðinu, í Kína. Hann fékk heilablóðfall, sem getur verið einkenni COVID-19, um miðjan apríl en þá höfðu engin kórónuveirusmit verið greind í héraðinu síðan 11. mars. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús og þrír synir hans skiptust á að sitja hjá honum. Þegar upp var staðið höfðu 28 smitast af veirunni, þar á meðal fimm hjúkrunarfræðingar og einn læknir.

Áður en maðurinn greindist með veiruna var hann fluttur á annað sjúkrahús þar sem hann smitaði 20 til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest