fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Alice fékk mikla athygli vegna hræðilegrar sögu hennar – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. maí 2020 21:50

Facebooksíða Alice Bergman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var annað að sjá en Alice Bergmann væri að vissu leyti eins og margar aðrar konur. Hún var aðdáandi Leonardo DiCaprio, studdi Bayern München í knattspyrnu og þýska landsliðið. Hún sinnti dýraverndarmálum og elskaði Istanbúl í Tyrklandi. En hún hafði einnig erfiða sögu að segja. Systir hennar, Elisabeth, hafði verið myrt á hrottalegan hátt í almenningsgarði í Berlín. Þar voru tveir innflytjendur að verki.

„Það er mikið hatur sem býr í mér og ég veit að þessi sár munu aldrei gróa.“

Skrifaði hún á Facebooksíðu sína fyrir fimm árum. Í kjölfarið helgaði hún sig baráttunni gegn innflytjendum, íslam og öllu því sem fylgir þeim trúarbrögðum. Hún nýtti sér stöðu sína sem starfsmaður innflytjendayfirvalda í baráttunni.

Margir sýndu henni stuðning á Facebook. Til dæmis skrifaði einn vinur hennar að þetta væri það besta sem hún gæti gert til að sýna systur sinni stuðning.

Facebooksíða Alice Bergman.

En ekki var allt sem sýndist varðandi Alice. Hún var ekki til. Systir hennar hafði aldrei verið til. Morð, eins og Alice lýsti, hafði aldrei átt sér stað í Berlín.

Alice var einfaldlega hluti af hópi tilbúinna persóna sem löðuðu að sér raunverulegt fólk sem studdi þann málstað sem settur var fram á Facebook. Þetta fólk tók þátt í umræðum um stjórnmál og deildi myndum og ræddi saman.

Það var þýska vikuritið Der Spiegel sem kom upp um hópinn. Skömmu eftir afhjúpunina var aðgangi Alice lokað sem og aðgöngum margra annarra í hópnum.

En enn þann dag í dag er fullt af álíka hópum og gervifólki á samfélagsmiðlum og því full ástæða til að hafa varann á því tilgangurinn er yfirleitt ekki góður.

Lengi hefur verið vitað að samfélagsmiðlar eru markvisst notaðir til að hafa áhrif á fólk og skoðanamyndun þess. Þetta sýndi sig vel í bandarísku forsetakosningunum 2016 þar sem Rússar fóru mikinn á samfélagsmiðlum. Brexit kosningarnar í Bretlandi voru einnig gullnáma fyrir óprúttna aðila sem vildu hafa áhrif á skoðanir fólks.

Facebook er til dæmis notað til að dreifa uppskálduðum fréttum, samsæriskenningum, ráðist er á nafngreinda einstaklinga og stofnanir. Miðillinn, og aðrir samfélagsmiðlar, eru einnig notaðir til að koma ráðleggingum á framfæri en á bak við þær eru oft ekki vandaðir aðilar.

Josefina Montané sem var sögð vera Alice Bergman. Skjáskot/YouTube

Þegar Der Spiegel rannsakaði hópinn í kringum Alice Bergmann kom í ljós að myndin af henni var af leikkonunni Josefina Montané frá Chile. Auk Alice voru 330 aðrir tilbúnir aðgangar í hópnum. Þeir litu raunverulega út en myndunum, sem notaðar voru á þeim, hafði verið stolið í ýmsum myndabönkum. Fólkið átti að vera frá 31 landi og fjórir af hverjum fimm voru karlar, flestir undir fertugu, vöðvastæltir og íþróttamannslegir. Konurnar voru á svipuðum aldri, myndarlegar og æstar í að birta myndir af sér í bikiní einu fata. Margir sögðust vera í hernum og aðrir í lögreglunni.

Mál Alice Bergmann sýnir hversu mikilvægt það er að fara varlega á netinu og vera gagnrýnin(n) á það sem þar er að finna. Ekki er allt sem sýnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum