fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fór út úr bílnum til að pissa – Síðan ók konan áfram og skildi hann eftir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 17:30

Stórabeltisbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags voru hjón nokkur á leið yfir Stórabeltisbrúnna á milli Sjálands og Fjóns í Danmörku. Maðurinn þurfti nauðsynlega að pissa og gat ekki haldið lengur í sér og stöðvaði konan aksturinn á miðri brúnni til að hann gæti pissað. Það er algjörlega bannað að stöðva á brúnni.

En eitthvað var samkomulag hjónanna slæmt því þegar maðurinn var farinn út til að pissa ók konan áfram og skildi hann eftir á miðri brúnni. Lögreglan á Sjálandi skýrði frá þessu á Twitter.

Góðhjartaður vegfarandi aumkaði sig yfir manninn og tók hann upp í og ók honum að gjaldhliðinu á brúnni. Þar hitti lögreglan á manninn og bætti enn á raunir hans með því að sekta hann fyrir að hafa gengið á brúnni.

Ekki er vitað hvernig manninum eða sambandi hjónanna reiddi af eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi