Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Fór út úr bílnum til að pissa – Síðan ók konan áfram og skildi hann eftir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 17:30

Stórabeltisbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags voru hjón nokkur á leið yfir Stórabeltisbrúnna á milli Sjálands og Fjóns í Danmörku. Maðurinn þurfti nauðsynlega að pissa og gat ekki haldið lengur í sér og stöðvaði konan aksturinn á miðri brúnni til að hann gæti pissað. Það er algjörlega bannað að stöðva á brúnni.

En eitthvað var samkomulag hjónanna slæmt því þegar maðurinn var farinn út til að pissa ók konan áfram og skildi hann eftir á miðri brúnni. Lögreglan á Sjálandi skýrði frá þessu á Twitter.

Góðhjartaður vegfarandi aumkaði sig yfir manninn og tók hann upp í og ók honum að gjaldhliðinu á brúnni. Þar hitti lögreglan á manninn og bætti enn á raunir hans með því að sekta hann fyrir að hafa gengið á brúnni.

Ekki er vitað hvernig manninum eða sambandi hjónanna reiddi af eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Í gær

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét gera DNA-rannsókn á ættleiddri dóttur sinni – Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu

Lét gera DNA-rannsókn á ættleiddri dóttur sinni – Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin

Tveir risastórir loftsteinar fara nærri jörðinni um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín