fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Pressan

Fór út úr bílnum til að pissa – Síðan ók konan áfram og skildi hann eftir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 17:30

Stórabeltisbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags voru hjón nokkur á leið yfir Stórabeltisbrúnna á milli Sjálands og Fjóns í Danmörku. Maðurinn þurfti nauðsynlega að pissa og gat ekki haldið lengur í sér og stöðvaði konan aksturinn á miðri brúnni til að hann gæti pissað. Það er algjörlega bannað að stöðva á brúnni.

En eitthvað var samkomulag hjónanna slæmt því þegar maðurinn var farinn út til að pissa ók konan áfram og skildi hann eftir á miðri brúnni. Lögreglan á Sjálandi skýrði frá þessu á Twitter.

Góðhjartaður vegfarandi aumkaði sig yfir manninn og tók hann upp í og ók honum að gjaldhliðinu á brúnni. Þar hitti lögreglan á manninn og bætti enn á raunir hans með því að sekta hann fyrir að hafa gengið á brúnni.

Ekki er vitað hvernig manninum eða sambandi hjónanna reiddi af eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti