fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hér búa 22 en 200.000 ferðamenn koma hingað árlega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:00

Frá Uttakleiv. Mynd: Google Street View

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Uttakleiv í Lófóten í Noregi búa aðeins 22. En þessir 22 íbúar taka árlega á móti 200.000 ferðamönnum. Bærinn fékk nýlega sérstök verðlaun frá norskum stjórnvöldum fyrir aðgerðir bæjarbúa í umhverfismálum.

Búið hefur verið í bænum síðan á steinöld en þar er ægifagurt og því leggja margir ferðamenn leið sína þangað. Til að koma í veg fyrir að þeir eyðileggi náttúruna hafa íbúarnir 22 á eigin vegum komið upp salernisaðstöðu og sorpílátum. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Einnig hafa íbúarnir útbúið aðstöðu svo ferðamenn geti lagt bílum sínum, tjaldað og tæmt úr klósettum sínum. Þeir vinna nú að gerð sjónpósta og gönguleiða þar sem ferðamenn geta fengið upplýsingar í síma sína á meðan þeir ganga og njóta náttúrunnar.

Uttakleiv er ekki beint í alfaraleið en bærinn er í norðvesturhluta Noregs og tilheyrir hinum svokölluðu Lófóten-eyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða