fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ætlar þú að keyra um Þýskaland í sumar? – Þá ættir þú að hafa þetta í huga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 18:00

Þýskaland er stórt og margir leggja leið sína þangað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert einn margra sem ætlar að ferðast um á bíl í Þýskalandi í sumar, þá skaltu vopna þig með þolinmæði. Raðirnar á evrópsku hraðbrautunum munu nefnilega ná eins langt og auga eygir, þegar háannatíminn í sumarumferðinni gengur í garð og vegavinnan verður komin í fullan gang.

Útlitið er sérstaklega slæmt á þýsku hraðbrautunum, en það er vegavinna á 540 stöðum í Þýskalandi, 150 fleiri en á sama tíma í fyrra.

Ef fólk ætlar að keyra um Evrópu í fríinu verður það að undirbúa sig undir lengri ferðatíma og möguleika á röðum, sérstaklega í Þýskalandi. Góð hugmynd er að keyra á nóttunni, ef mögulegt er, eða um miðja vikuna. Einnig er ráðlagt að forðast stórborgir, svo sem Hamborg og Berlín, á mesta annatímanum.

Þrátt fyrir að vegavinnan sé dreifð um allt Þýskaland, er verið að vinna við vegina á svo mörgum stöðum að það verður hér um bil ómögulegt að komast hjá því að lenda í röð. Á milli Hamborg og Ulm (Autobahn A7) er vegagerð á mörgum stöðum, það sama á við á milli Berlínar og München (Autabahn A9). Einnig er mikil vegavinna við München á leið til Salzburg í Austurríki.

Það er þó ekki bara vegavinnan sem mun geta skyggt á ferðagleðina, heldur mun sjálf umferðin hafa sín áhrif. Búist er við því að umferðin nái hápunkti í júlí, en laugardagar geta orðið sérstaklega slæmir, en það eru skiptidagar á mörgum áfangastöðum, meðal annars í sumarbústöðum.

Það er þó ekki bara í Þýskalandi sem búast má við þungri umferð, einnig má búst við mikill umferð á vinsælum ferðaleiðum, svosem yfir Brennerskarðið, á milli Austurríkis og Ítalíu og Karawanken-göngin á milli Austurríkis og Slóveníu.

Ef mögulegt er ætti að forðast þessar leiðir á laugardögum í júlí og byrjun ágúst, en þá er umferðin sérstaklega þung. Einnig gæti vegabréfaeftirlit valdið töfum, sérstaklega á landamærum Þýskalands og Austurríkis við Kiefersfelden (A93) og Walserberg (A8).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi