fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Nýja IRA biðst afsökunar á morðinu á blaðakonunni Lyra McKee

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 06:59

Lyra McKee. Mynd:LinkedIn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Nýja IRA (The New IRA) hafa beðist afsökunar á morðinu á norður-írsku blaðakonunni Lyra McKee í Londonderry á fimmtudagskvöldið. Hún var að fylgjast með óeirðum þegar hún var skotin í höfuðið. Hún var strax flutt á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hennar.

Sky-fréttastofan segir að í yfirlýsingu, sem Nýja IRA sendi til The Irish News, biðjist samtökin afsökunar á morðinu. Skilaboðin voru send til The Irish News og með þeim lykilorð til staðfestingar á að skilaboðin séu frá samtökunum. Í þeim segir meðal annars að samtökin hafi gefið sjálfboðaliðum þau fyrirmæli að gæta ítrustu varkárni í framtíðinni þegar þeir takast á við óvini samtakanna. Einnig segir að Lyra McKee hafi því miður verið drepin þar sem hún stóð aftan við vopnaðar sveitir bresku krúnunnar.

„IRA biður unnustu Lyra McKee, fjölskyldu og vini innilegrar og einlægrar afsökunar á dauða hennar.“

Til átaka kom á milli lýðveldissinna og lögreglunnar í Londonderry á fimmtudaginn þegar lýðveldissinnar ætluðu að minnast sjálfstæði Írlands. Lögreglan segir að um 50 bensínsprengjum hafi verið kastað í átt að henni í átökunum og að tveir bílar hafi orðið eldi að bráð.

McKee stóð nærri lögreglubíl þegar hún var skotin. Hún hafði skömmu áður tíst um „algjöra klikkun“ á svæðinu. Hún var fædd og uppalin í Belfast og var rísandi stjarna á sviði blaðamennsku. Hún fylgdist vel með og fjallaði ítarlega um átökin á Norður-Írlandi og sögu þeirra. Hún hafði einnig vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um hvernig það var að alast upp sem samkynhneigð unglingsstúlka í Belfast.

Morðið á henni hefur vakið mikla athygli og beint sjónunum að hinu Nýja IRA. Ekki er ólíklegt að morðið verði samtökunum til trafala á næstunni en orðspor þeirra hefur beðið töluverðan skaða af morðinu meðal stuðningsmanna þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?