fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Pressan

Grunsamlegar beygjur yfir Ölpunum urðu honum að falli – 25 ára blekkingarleik lokið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 05:59

Vél frá South African Airways. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um 25 ár tókst William Chandler að blekkja alla og ferðast um allan heim í vinnu sinni. Hann bar mikla ábyrgð enda flugmaður hjá stærsta flugfélagi Suður-Afríku, South African Airways, og flaug vélum félagsins um allan heim. En það var einn hængur á. Chandler hafði aldrei lært að fljúga en samt sem áður tókst honum að fá vinnu sem flugmaður og halda henni í öll þessi ár án þess að þurfa að sýna prófskírteini. En það voru grunsamlegar beygjur yfir Ölpunum sem urðu honum að falli.

Samkvæmt frétt The Times þá fullvissaði Chandler flugfélagið um að hann hefði staðist allar nauðsynlegar prófanir, árlegar úttektir og próf í flughermum. Flugfélagið tók orð hans trúanleg.

Það varð honum að falli að í nóvember þurfti flugstjóri, vélar sem Chandler var flugmaður á, að bregða sér á salernið þegar vélin var yfir Ölpunum. Á meðan Chandler var við stjórnvölinn tók hann „margar grunsamlegar beygjur“ og vaknaði þá grunur um að ekki væri allt með felldu. Meðal annars var spurt hvort það gæti virkilega verið að maðurinn kynni ekki að fljúga þrátt fyrir að hann starfaði sem flugmaður?

Málið var rannsakað og ótrúlegur sannleikurinn kom í ljós. William Chandler reyndist einfaldlega vera svikahrappur af bestu (eða verstu) gerð. Hann hafði falsað prófskírteini, ATPL, sem er hæsta menntunarstig atvinnuflugmanna.

En það er ekki nóg með að Chandler hafi misst vinnuna heldur hefur South African Airways nú kært hann fyrir svik og krefst greiðslu á þeim launum og öðru sem hann fékk hjá félaginu frá 1994 þar til á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni
Pressan
Í gær

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Pressan
Í gær

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“
Pressan
Í gær

Fundu „risarottu“ í holræsinu

Fundu „risarottu“ í holræsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Íslamska ríkið í sókn í Afríku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum