fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af ástandi heimshafanna – Staðan er grafalvarleg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Alþjóða veðurfræðistofnuninni (WMO) kemur fram að hitastig sjávar og magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi náð nýjum hæðum á síðasta ári. WMO er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

Skýrslan var kynnt í gær og sagði António Guterres, aðalritari SÞ, að hún væri „enn ein áminningin“ til ríkisstjórna ríkja heims og iðnaðarins.

„Skýrslan sýnir, það sem við höfum lengi sagt, að loftslagsbreytingarnar eru hraðari en aðgerðir okkar til að stöðva þær.“

Sagði hann.

WMO segir í skýrslunni að meðalhitinn á heimsvísu sé nú einni gráðu hærri en hann var þegar iðnbyltingin hófst um 1760. Þrátt fyrir að þetta kunni að þykja lítil aukning þá getur hún haft alvarlegar afleiðingar fyrir veður í heiminum að sögn Petteri Taalas, aðalritara WMO.

Hann sagði að við höfum upplifað mun fleiri náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga og hitaaukningar en áður og þetta hafi alvarlegar langtímaafleiðingar fyrir milljónir manna.

SÞ segja að 4,5 milljarðar manna hafi orðið fyrir beinum áhrifum að öfgaveðurfari síðan 1998. Á síðasta ári telur stofnunin að 62 milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á öfgaveðri. Á sama tíma neyddust tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna veðurfars.

Síðustu fjögur ár eru þau hlýjustu síðan mælingar hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu