Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Ævintýralegum flótta undan löngum armi laganna lauk í síðustu viku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 05:59

Shane O‘Brien. Mynd:Breska lögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var Shane O‘Brien handtekinn í Rúmeníu. Hann hafði verið eftirlýstur árum saman af bresku lögreglunni en hann er grunaður um að hafa myrt ungan mann í Bretlandi. Shane var oft að finna á toppi lista eftir eftirlýsta sakamenn.

Hann er 31 árs. Hann situr nú í fangelsi í Rúmeníu og bíður framsals til Bretlands.

Hann er grunaður um að hafa myrt Josh Hanson, 21 árs, með því að stinga hann með hnífi í hnakkann á bar í Hillingdon í Lundúnum 2015. Nafn hans hefur verið á eftirlýsingarlista Interpol síðan og háum peningaverðlaunum var heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans.

Hann komst frá Bretlandi 2015 með einkaflugvél sem var flogið með hann til Þýskalands. Vitað er að hann hélt sig í Hollandi, Dubai og Tékklandi. Hann fór ekki leynt því hann sást meðal annars í hnefaleikaklúbbum, líkamsræktarstöðvum og næturklúbbum.

Fyrir tveimur árum var hann handtekinn í Prag í Tékklandi. Hann var þá með ítölsk skilríki á sér og var sleppt. Skömmu eftir að hann var látinn laus rann ljós upp fyrir lögreglunni hvern hún hafði verið með í höndunum en um seina, Shane var horfinn á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Í gær

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns