Miðvikudagur 24.febrúar 2021
Pressan

Dýpsta leyndarmál flugmannsins var afhjúpað eftir að vélin hrapaði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 07:02

Antonio Pastini og óþekkt kona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun febrúar hrapaði flugvél á íbúðarhús í bænum Yorba Linda í Kaliforníu. Í húsinu var fjögurra manna fjölskylda og lést hún ásamt flugmanninum. Rannsókn hefur staðið yfir á málinu og hefur ýmislegt undarlegt komið í ljós en rannsókninni er hvergi nærri lokið.

Flugmaður vélarinnar var Antonio Pastini, 75 ára. Hann var aleinn í Cessna vél sinni þegar hann tók á loft frá Fullerton Municipal flugvellinum þann 3. febrúar. Hann hunsaði viðvaranir frá flugturninum um að veðrið væri slæmt og tók á loft.

Milljónir Bandaríkjamanna sátu við sjónvarpið og fylgdust með Ofurskálinni og það var einmitt það sem fjölskyldan í Yorba Linda var að gera þegar vélin lenti á húsi hennar. Vélin lenti á húsinu eftir að hluti hennar hafði brotnað af í loftinu.

Björgunarmenn fundu fimm lík í rústunum og lögregluskilti með nafni Antonio Pastini, lögreglumanns frá Chicago sem var farinn á eftirlaun.

Lögregluskiltið var upphafið á stórri ráðgátu. Þegar lögreglan ætlaði að nota skiltið til að bera kennsl á flugmanninn komst hún að því að Antonio Pastini hafði aldrei verið lögreglumaður. Þetta varð til þess að lögreglan kafaði dýpra í málið og komst að því að hann hafði lifað tvöföldu lífi. Hann notaði tvö nöfn, tvær kennitölur og tvö ökuskírteini.

Antonio „Tony“ Pastini þóttist vera lögreglumaður, hann vingaðist við vændishúsaeigandann Dennis Hof og þóttist vera dularfullur mafíósi frá Chicago.

Hann notaði einnig nafnið Jordan Aaron Isaacson og var þekktur sem Ike. Hann átti veitingastað og var talinn ábyrgur þjóðfélagsþegn í heimabæ sínum í Arizona.

Pastini, ekki er enn ljóst hvort það var rétta nafn mannsins, var fjórkvæntur. Í skilnaðarumsókn einnar konunnar sagði hún ástæðuna vera að Pastini gengi undir mörgum nöfnum til að fela peninga.

Ekki er vitað af hverju vélin hrapaði en flugslysanefnd er að rannsaka málið. Ekki hefur verið útilokað að um viljaverk hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir að geimverur geti verið á meðal okkar án þess að við höfum hugmynd um það

NASA segir að geimverur geti verið á meðal okkar án þess að við höfum hugmynd um það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Lögreglan leitaði morðingjans – Ekki var allt sem sýndist

Sakamál: Lögreglan leitaði morðingjans – Ekki var allt sem sýndist