fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Fulltrúadeildin samþykkti ákærurnar gegn Trump

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt að ákæra Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Er hann sá þriðji til að verða ákærður með slíkum hætti í embættinu, sá fyrsti var Andrew Johnson, þriðji forseti Bandaríkjanna árið 1868 og Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna árið 1998, en þær ákærur féllu niður þar sem þær fengust ekki samþykktar í öldungadeildinni.

Meirihluti fulltrúadeildarinnar samþykkti  að Trump hefði misbeitt valdi sínu með 230 atkvæðum gegn 197 og var það að mestu eftir flokkslínum þó svo þrír demókratar hefðu setið hjá, en demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni.

Einnig var samþykkt að Trump hefði hindrað fulltrúadeildina er hún reyndi að afla upplýsinga um málið, með 229 atkvæðum gegn 198.

Nú mun málið fara til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig þarf að samþykkja ákæruna ef hún á að ganga eftir. Það gæti reynst erfiðara þar sem repúblikanar fara með meirihlutann þar á bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni