fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Pressan

Fulltrúadeildin samþykkti ákærurnar gegn Trump

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt að ákæra Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Er hann sá þriðji til að verða ákærður með slíkum hætti í embættinu, sá fyrsti var Andrew Johnson, þriðji forseti Bandaríkjanna árið 1868 og Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna árið 1998, en þær ákærur féllu niður þar sem þær fengust ekki samþykktar í öldungadeildinni.

Meirihluti fulltrúadeildarinnar samþykkti  að Trump hefði misbeitt valdi sínu með 230 atkvæðum gegn 197 og var það að mestu eftir flokkslínum þó svo þrír demókratar hefðu setið hjá, en demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni.

Einnig var samþykkt að Trump hefði hindrað fulltrúadeildina er hún reyndi að afla upplýsinga um málið, með 229 atkvæðum gegn 198.

Nú mun málið fara til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig þarf að samþykkja ákæruna ef hún á að ganga eftir. Það gæti reynst erfiðara þar sem repúblikanar fara með meirihlutann þar á bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Japanar loka landinu vegna Omikron

Japanar loka landinu vegna Omikron
Pressan
Í gær

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast
Pressan
Í gær

NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein

NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein
Pressan
Í gær

Gæti hafa fundið hina dularfullu níundu plánetu fyrir 38 árum

Gæti hafa fundið hina dularfullu níundu plánetu fyrir 38 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúarleiðtogi sem læknar með að pota í augu talinn miðpunktur kórónuveirufaraldurs

Trúarleiðtogi sem læknar með að pota í augu talinn miðpunktur kórónuveirufaraldurs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis