fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Morðgátan var óleyst í 41 ár – Lausnin var í lyfjaskápnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 06:00

Jane Morton Antunez og Patricia Dwyer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 1977 og í janúar 1978 fundust þær Jane Morton Antunez og Patricia Dwyer, 30 og 28 ára, myrtar í bænum Atascadero í Kaliforníu en bærinn er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Þær höfðu báðar verið beittar kynferðislegu ofbeldi áður en þær voru myrtar. Þær áttu sameiginlega kunningja en annars var lítið sem tengdi morðin. Í 41 ár tókst lögreglunni ekki að leysa þau en nýlega tókst það.

Ian Parkinson, lögreglustjóri í San Luis Obispo, skýrði nýlega frá því að búið væri að leysa málin. Sami maður hafi orðið konunum að bana. Hann hét Arthur Rudy Martinez og lést hann í fangelsi árið 2014, 65 ára að aldri. Samkvæmt frétt Washington Post kom lyfjaskápur mikið við sögu við lausn málsins.

Aðferðirnar við morðin voru keimlíkar. Antunez fannst í aftursæti bíls hennar sem hafði verið lagt á afskekktum malarvegi í Atascadero. Hún hafði verið skorin á háls og voru hendur hennar bundnar aftan við bak. Hún hafði verið á leið til vinar síns en komst ekki á leiðarenda.

Tæplega tveimur mánuðum síðar fannst Dwyer á eldhúsgólfinu heima hjá sér í Atascadero. Hún hafði verið stungin í brjóstið með eigin eldhúshníf. Hún var einnig með hendurnar bundnar fyrir aftan bak.

Lögreglan taldi strax að morðin tengdust vegna þess hversu keimlíkum aðferðum hafði verið beitt. Nafn Martinez var eitt þeirra nafna sem kom upp við rannsóknina en hann hafði verið látinn laus úr fangelsi snemma árs 1977 eftir að hafa afplánað dóm fyrir nauðgun og morð. En lögreglumönnum tókst ekki að finna nein gögn sem gátu tengt hann við morðin. Hann flutti síðan fljótlega til Washington en þar var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi 1978 fyrir tvær nauðganir og nokkru rán.

Arthur Rudy Martinez

Hann flúði úr fangelsi 1994 og gekk laus næstu 20 árin undir dulnefni. Hann gaf sig fram við lögregluna 2014 þegar hann greindist með ólæknandi krabbamein. Hann lést tveimur mánuðum síðar.

Fyrir þremur árum fékk lögreglan sérstaka fjárveitingu til að ráða lögregluman til starfa við rannsóknir á gömlum óleystum sakamálum. Clint Cole var ráðinn til starfans og hófst hann meðal annars handa við að rannsaka fyrrnefnd morð. Lífsýni höfðu fundist á líkunum á sínum tíma og sendi Cole þau til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneyti Kaliforníu en þar er unnið að kortlagningu fjölskyldutengsla á grunni DNA-rannsókna.

Þar fannst svörun við lífsýnin því morðinginn reyndist vera skyldur fanga sem afplánaði dóm. Við nánari skoðun á þessum fanga kom í ljós að hann átti ættingja sem bjó í San Luis Obispo þegar morðin voru framin. Það var Arthur Rudy Martinez. En þar sem Martinez var látinn þurfti Cole að finna leið til að afla lífsýna frá honum. Það tókst þegar honum tókst að hafa uppi á fyrrum unnustu Martinez sem hann bjó með þegar hann gekk laus. Hún reyndist vera með rakvél hans í lyfjaskápnum sínum inni á baði. Í rakvélinni fundust nothæf lífsýni sem gáfu samsvörun við sýnin frá morðvettvöngunum á áttunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést