Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Margvísleg áhrif af frestun Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og marga grunaði varð ekkert af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þann 31. október síðastliðinn. Frestunin hefur margvísleg áhrif í Bretlandi og eitt og annað sem var búið að skipuleggja fór út um þúfur.

Samkvæmt frétt The Guardian þurfti breska ríkisstjórnin meðal annars að afturkalla sölu á þremur milljónum sérsleginna mynta sem átti að selja til að fagna útgöngunni. Á myntunum átti að standa: „Friður, velmegun og vinátta við allar þjóðir“ neðan við dagsetningu Brexit. Nú þarf að bræða myntina og endurnýta segir Royal Mint sem sér um myntsláttu. Áfram er stefnt að útgáfu sérstakrar myntar þegar og ef af útgöngunni verður.

Operaton Brock var einnig slegið á frest í vikunni eftir aðeins einn dag. Þessi aðgerð snerist um umferðarstjórn í suðurhluta Englands en hún átti að tryggja að flutningabílar, á leið til meginlandsins, lami ekki umferðina. Óttast var að kílómetra langar raðir myndu myndast á breskum hraðbrautum.

Ríkisstjórnin hefur einnig frestað upplýsingaherferðinni Get Ready for Brexit. Sjónvarpsauglýsingar og auglýsingar á samfélagsmiðlum áttu að vekja athygli landsmanna á heimasíðu þar sem hægt er að fá upplýsingar sem snúast um lífið eftir Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar
Pressan
Fyrir 5 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest