fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Braust inn hjá sjötugri konu – Átti ekki von á þessum viðbrögðum hennar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Pochahontas sýslu í Virginíu í Bandaríkjunum var kölluð að heimili í Seneca Trail nærri Hillsboro um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Tilkynningin hljóðaði upp á yfirstandandi innbrot. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir Jesse Blake, 34 ára, liggjandi í garðinum.

Hann hafði brotið tvær rúður til að komast inn í húsið en í því býr sjötug kona. Óhætt er að segja að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína því gamla konan ætlaði ekki láta Blake komast inn í húsið og skaut hann með .22 magnum riffli að því að talið er. Ekki hefur endanlega verið staðfest að það hafi verið hún sem skaut en lögreglan telur nær fullvíst að það hafi verið hún sem skaut.

Blake varð fyrir að minnsta kosti einu skoti. Hann var fluttur á sjúkrahús í Roanoke í skyndingu til aðhlynningar enda eru skot úr Magnum-skotvopnum mjög öflug.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og segir að líklegast verði ákæra gefin út í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim