fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fór í draumaferðina til Mexíkó – Endaði í dái og missti nær allt hárið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 07:12

Leanne Maguire.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2013 fór Leanna Maguire, 37 ára, í draumaferðina sína til Temptation Cancun Resort í Mexíkó. Eftir aðeins þrjá daga á þessum draumastað byrjaði hún að kasta upp og leið mjög illa. Restinni af fríinu eyddi hún í bælinu þar sem heilsa hennar var skelfileg. Þegar hún kom heim til Englands var hún lögð inn á sjúkrahús til rannsókna.

Læknar komust að því að hún hafði fengið sýkingu í maga og þarma af völdum matareitrunar. Því næst segir hún að hún hafi verið send heim með nokkrar verkjastillandi töflur. Mirror skýrir frá þessu.

Skömmu síðar varð að leggja hana aftur inn á sjúkrahús því þvag hennar var næstum svart og það eitt að drekka vatn varð til þess að hún kastaði upp. Hún lá á sjúkrahúsi í þrjár vikur en var síðan send heim. Eftir fimm daga þurfti enn á ný að leggja hana inn og að þessu sinni á gjörgæslu. Hún lá í dái í eina viku og fjölskylda hennar fékk að vita að ekki væri víst að hún myndi lifa þetta af.

Þegar hún vaknaði úr dái höfðu læknar komist að því að hún hafði fengið blóðeitrun, lungnabólgu, e-kólí sýkingu og lifur og lungu höfðu látið undan. Hún lá áfram á sjúkrahúsi í rúmlega tvo mánuði, léttist mikið og missti megnið af hárinu vegna vannæringar. En sem betur fer náði hún að komast til heilsu á endanum. Uppruni matareitrunarinnar var af hlaðborðinu á Temptation Cancun Resort.

„Ég skildi ekki að ég gæti verið að deyja vegna matareitrunar. Það var þá sem ég áttaði mig á hversu alvarleg matareitrun getur verið.“

Hefur Mirror eftir henni. Hún réði sér síðan lögmann til að krefjast bóta hjá Thomas Cook ferðaskrifstofunni sem seldi henni ferðina. Nýlega náðist sátt í málinu og greiðir ferðaskrifstofan Leanna sem svarar til um þriggja milljóna íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig