fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn vilja draga fyrir sólina til að draga úr hlýnun jarðar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:30

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Harvard og Yale háskólana telja að grípa þurfi til djarfra og óvenjulegra aðferða í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Þeir hafa varpað fram þeirri hugmynd að ákveðnum efnum verði sprautað í gufuhvolfið til að draga úr styrk sólargeisla.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vonist þeir til að hægt verði að hægja á hinni hnattrænu hlýnun um helming. Áætlunin gengur út á að dreifa súlfatögnum í um 20 km hæð í gufuhvolfinu. Þetta segja þeir að sé hægt að gera með sérhönnuðum flugvélum, blöðrum eða einhverskonar fallbyssum. Þessi tækni hefur ekki verið prófuð og ekkert farartæki er til sem gæti nýst við þetta. Vísindamennirnir segja að það ætti hvorki að vera sérstaklega erfitt né dýrt að smíða farartæki sem gæti nýst við þetta.

Þeir telja að það muni kosta um 3,5 milljarða dollara að þróa þetta kerfi á næstu 15 árum. Síðan myndi kostnaðurinn vera um 2,2 milljarðar dollara á ári næstu 15 árin á eftir.

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þetta sé aðeins „kenning“ eins og er en segjast hafa viljað setja þetta fram  til að sýna fram á að hægt sé að finna lausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“