fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Móðirin kom fórnarlömbum til hjálpar – Fékk áfall þegar hún frétti af ódæðisverki sonar síns

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladislav Roslyakov er maðurinn sem drap 21 og særði rúmlega 65 í skot- og sprengjuárás í borginni Kerch á Krímskaga í gær. Fimm eru sagðir alvarlega slasaðir og er tvísýnt um batahorfur þeirra. Móðir árásarmannsins, Galina Roslyakova, er hjúkrunarfræðingur og var hún meðal þeirra sem hlúðu að fórnarlömbum eftir árásina.

Árásin var gerð í tækniskóla á framhaldsskólastigi í borginni en ekki liggur fyrir hvers vegna Vladislav ákvað að fremja árásina. Vladislav svipti sig lífi eftir árásina en hann keypti skotvopnið, Hatsan Escort-haglabyssu, á löglegan hátt.

Galina var færð til yfirheyrslu af lögreglu þar sem lögreglumenn tjáðu henni að sonur hennar hefði verið að verki. Í frétt breska blaðsins Mirror, sem vísar í rússneska fjölmiðla, kemur fram að hún hafi skiljanlega komist í mikið uppnám og reynt að svipta sig lífi eftir að hún fékk fréttirnar.

Foreldrar Vladislav, sem er 18 ára, skildu fyrir nokkrum árum og var faðir hans einnig boðaður í yfirheyrslu. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa birt myndir af nokkrum fórnarlömbum en flest voru þau á aldrinum 15 til 19 ára. Mæðgur létust einnig í árásinni, Svetlana og Anastasia Baklanova, 57 og 26 ára.

Vladislav Miroshnikov, kennari við skólann, segir að samkennarar hans hafi drýgt hetjudáð og raunar komið í veg fyrir frekara mannfall. Þeir hafi lagt líf sitt í hættu þegar þeir voru eftir í skólanum og vísuðu nemendum út.

Talið er að Vladislav hafi verið einn að verki en deildar meiningar voru uppi um það í gær hvort hann hefði átt sér vitorðsmenn. Vitni hafa haldið því fram að það hafi verið fleiri en einn byssumaður. Sergey Aksyonov, æðsti ráðamaður Rússa á Krímskaga, þvertók fyrir það og sagði ekkert benda til þess að fleiri hefðu verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi