fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Dásamleg heslihnetumarengskaka með hátíðarívafi sem gleður alla margengs aðdáendur

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 28. desember 2022 18:14

Hér er á ferðinni dásamlega marengskaka með heslihnetum og súkkulaði sem bráðnar í munni úr smiðju Berglindar Hreiðars. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marengskökur njóta ávallt mikilla vinsælda og eru til í allskonar búningi með ýmsu góðgæti sem gleður bæðu auga og munn. Hér er á ferðinni ein dásemdar marengskaka með hátíðarívafi úr smiðju Berglindar Hreiðars okkar köku- og matarbloggara sem heldur úti í síðunni Gotterí og gersemar. Hún er djúsí með heslihnetu- og súkkulaðibragði sem skín vel í gegn og þið eigið eftir að elska. Nú er bara að prófa og njóta yfir hátíðirnar.

Heslihnetumarengs með hátíðarívafi

Marengsbotnar

6 eggjahvítur

220 g púðursykur

½ tsk. hvítvínsedik

½ tsk. salt

40 g gróft saxaðar Til hamingju heilar heslihnetur

50 g súkkulaði- og hnetusmjör

Hitið ofninn í 120°C. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða. Bætið þá sykri saman við í nokkrum skömmtum ásamt hvítvínsediki og salti. Þeytið í nokkrar mínútur þar til topparnir halda sér. Vefjið heslihnetunum saman við marengsinn með sleikju. Teiknið tvo 20 cm hringi á sitthvorn bökunarpappírinn og skiptið marengsinum á milli og myndið fallega hringi. Hrærið að lokum upp í súkkulaði- og hnetusmjörinu og dreifið því yfir botnana, takið síðan sleikjuna og vefjið það létt inn í marengsblönduna. Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið botnunum að kólna inn í ofninum.

Fylling og samsetning

500 ml rjómi

3 msk. flórsykur

Súkkulaði- og hnetusmjör eftir smekk (4-8 msk.)

70 g Til hamingju heilar heslihnetur

Nokkrar Maltesers kúlur

Súkkulaði kökuskraut

Fersk blóm (má sleppa)

Þeytið saman rjóma og flórsykur þar til stífþeytt. Leggið annan botninn á kökudisk og dreifið smá súkkulaði- og hnetusmjöri yfir botninn. Setjið næst um 2/3 af rjómanum yfir og lokið með hinum botninum. Setjið restina af rjómanum ofan á seinni botninn og aftur súkkulaði- og hnetusmjör. Skreytið síðan með heilum heslihnetum, sælgæti og blómi. Geymið í kæli fram að notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa