fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. maí 2023 07:30

Getur heitt kaffi hjálpað til við að kæla þig?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er einn vinsælasti drykkur heims. Fjöldamargar manneskjur geta ekki hugsað sér að fara í gegnum daga lífs síns án þess að gæða sér á kaffibolla. Fyrir mörgum er algjörlega nauðsynlegt að fá sér kaffibolla á morgnana til að öðlast nægilega mikla orku til að koma sér af stað.

Það hefur hins vegar sannast að það borgar sig að neyta ekki kaffis í of miklum mæli og treysta um of á það til að veita sér orku. Óhófleg inntaka á koffeininu sem er yfirleitt fylgifiskur kaffis getur t.d. orsakað aukin vökvaskort, höfuðverk og að orkuskotinu fylgi í kjölfarið enn minni orka.

Teknir hafa verið saman listar yfir rétti og matvæli sem veita meiri og varanlegri orku en kaffi. Það er nokkur samhljómur með þeim og hér fyrir neðan má sjá einn þeirra sem hefur að geyma alls tíu létta rétti.

1. Hnetublanda ( e. Trail mix): Inniheldur heilsusamlegar fitusýrur og einnig trefjar og prótein sem gefa varanlegri orku.

2. Hristingar (e. Smoothies): Mælt sérstaklega með berjum, káli til að fá K-vítamín, kalíum og járn; jógúrti, sem færir manni magnesíum, og að lokum banana. Mælt er einnig með því að setja chia-fræ með til að fá auka orku en þau eru rík af m.a. próteini, trefjum og Omega-3 fitusýrum.

3. Eggjasamloka: Egg eru próteinrík og innihalda amínósýrur sem veita orku fyrir langan dag.

4. Bananar og hnetusmjör: Sykurinn og trefjarnar í bönunum veita mikla orku og hnetusmjör er fullt af fitum, próteini og trefjum sem veita orku sem endist.

5. Guacamole: Avókadó, sem er grunnur guacamole, eru full af góðri fitu, trefjum, kalíum og K-vítamíni.Veitir orku og saðsemi fram að næstu máltíð.

6. Orkubitar: Samanstendur af hnetusmjöri, höfrum og hunangi. Hunang hækkar blóðsykurinn ekki um of en veitir mikla orku hins vegar. Hægt að bæta við chia-fræjum, hnetum, súkkulaðibitum eða kókoshnetu mulningi fyrir enn meiri orku.

7. Poppkorn sem poppað er með heitu lofti og er ekki saltað: Trefjaríkt sem gefur orku.

8. Jógúrtblanda: Jógúrt, fyrir magnesíum innihaldið, blandað saman við ávexti, granóla eða hafra.

9. Hafragrautur: Rík uppspretta trefja, kalíum og kalks. Hægt að blanda saman við t.d. ávexti og granóla.

10. Hummus: Fitu- og próteinríkt sem eykur úthaldið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa