fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
Matur

Ljúffengur og bráðhollur bláberjahafragrautur úr smiðju Lindu Ben

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 11:24

Hér er á ferðinni bráðhollur og ljúffengur hafragrautur úr smiðju Lindu Ben. MYNDIR/LINDA BEN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni einstaklega góðurhafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur sem gerir hann bæði ljúffengan og hollan. Þessi grautur kemur úr smiðju Lindu Ben matarbloggara og er á finna á síðunni hennar Linda Ben.

„Ég geri þennan graut reglulega fyrir son minn en hann er einn af þessum sem venjulega þolir ekki hafragraut, en hann alveg elskar þennan sem mér finnst segja mikið um ágæti þessa hrafragrauts. Þegar ég geri þennan graut fyrir mig þá set ég yfirleitt kollagenduft út í hann til að fá auka prótein sem mér finnst mjög gott.“

Við getum staðfest að þetta er mjög hollur grautur sem nærir líkama og sál og heldur manni söddum langt fram eftir degi og mælum með að þið prófið. 

Bláberjahafragrautur

1 dl haframjöl frá Muna

10 stk. möndlur frá Muna

1 banani

1 dl frosin bláber

1 msk. hampfræ frá Muna

½ msk. hörfræ frá Muna

½ tsk. kanill Caylon frá Muna

2 skeiðar kollagenduft (má sleppa)

3 dl möndlumjólk

1 tsk. möndlusmjör frá Muna

Fersk bláber til að setja ofan á grautinn

Setjið haframjöl í pott, saxið möndlurnar og bætið í pottinn. Skerið 1/3 af banananum í sneiðar og bætið út í pottinn ásamt frosnum bláberjum, hampfræjum, hörfræjum, kanil, kollagendufti (ef þið viljið slíkt) og möndlumjólk. Hrærið öllu saman og leyfið að malla við lágan hita í örfáar mínútur þar til grauturinn hefur samlagast. Setjið grautinn í skál og toppið með bananasneiðum, möndlusmjöri, ferskum bláberjum og jafnvel aðeins meira af söxuðum möndlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Hin glæsilega matarhátíð Food & Fun hófst í gær og veislan heldur áfram

Hin glæsilega matarhátíð Food & Fun hófst í gær og veislan heldur áfram
Matur
Fyrir 2 vikum

Mikil spennan fyrir Food & Fun matarhátíðinni á Héðni Kitchen & Bar

Mikil spennan fyrir Food & Fun matarhátíðinni á Héðni Kitchen & Bar
Matur
Fyrir 3 vikum

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum
Matur
Fyrir 3 vikum

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin
HelgarmatseðillMatur
17.02.2023

Elenora býður upp á helgarmatseðilinn og þjófstartar bolludeginum

Elenora býður upp á helgarmatseðilinn og þjófstartar bolludeginum
FókusMatur
14.02.2023

Ég kolféll fyrir þessu veggfóðri

Ég kolféll fyrir þessu veggfóðri