fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Matur

Alvöru wasabi smjör sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 15:56

Ekta wasabi smjör sem enginn stenst. Í smjörið er notað ekta íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði, í Fellabæ, af Nordic Wasabi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvöru sælkerar elska að njóta matar með íslensku smjöri sem bragð er af. En betra ef smjör er bragðbætt með sælkera kræsingum sem toppa máltíðina. Hér erum við komin með uppskrift af ekta wasabi smjöri sem enginn stenst. Í smjörið er notað ekta íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði, í Fellabæ, af Nordic Wasabi. Hægt er að fræðast frekar um íslenska wasabi-ið á heimasíðu Nordic Wasabi

Alls ekki fyrir löngu var allt wasabi á Íslandi blanda af piparrót, sinnepi og matarlit. Nú er wasabi ræktað á Íslandi en alvöru wasabi kemur beint úr stilk wasabi plöntunnar og er ferskt grænmeti, ekkert er tekið í burtu og engu er bætt við.

Ekta wasabi smjör

350 g smjör (helst íslenskt)

1 msk. ólífuolía

1 msk. hunang

Safi úr hálfri límónu

Nýrifið ferskt Nordic Wasabi (gott að eiga eina rót í ísskápnum og hún dugar vel í nokkrar rétti)

¼ tsk. Kúmin

Salt & pipar eftir smekk

Smjörið þarf að vera mjúkt, best að geyma það við stofuhita í nokkra klukkutíma til að mýkja það. Smjör, ólífuolía, hunang og límónusafi sett í skál og blandað saman. Nordic Wasabi rifið á sér til gerðu rifjárni og sett út í blönduna eftir smekk ásamt ¼ teskeið af kúmin. Piprið með salt og pipar eftir smekk. Notist á sama hátt og kryddsmjör, er í raun gott með öllu. Ljúffengt með grilluðum steikum, fiski, ofan á nýbakað súrdeigsbrauð eða hvaðeina sem freistar bragðlaukana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.07.2022

Svalandi sumarsangria færir okkur sumarið

Svalandi sumarsangria færir okkur sumarið
Matur
04.07.2022

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni
Matur
18.06.2022

Hér fæst besta dögurðin að mati íslenskra matgæðinga

Hér fæst besta dögurðin að mati íslenskra matgæðinga
HelgarmatseðillMatur
18.06.2022

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins
HelgarmatseðillMatur
10.06.2022

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben
Matur
09.06.2022

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat