fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Matur

Bubbi Morthens kennir uppskrift að bættu ónæmiskerfi í beinni á morgun

DV Matur
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 19:15

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir fordæmulausu tímar sem við búum nú við hafa kallað á að fólk hugsi út fyrir kassann. Heildsalan Bakó Ísberg gerir það svo sannarlega en næstu vikuna munu þeir bjóða landsmönnum að fá matreiðslukennslu frá kokk beint heim í stofu í gegnum streymi á Facebook. Kokkarnir eru ekki af verri endanum, en Bubbi sjálfur Morthens mun ríða á vaðið og kenna landsmönnum að útbúa safann Eitur Pésa klukkan 13:00 á morgun.

Í tilkynningu um viðburðinn segir:

„Á Íslandi eru ótal góðir veitingastaðir sem hafa fengið frábæra dóma í fjölmiðlum um víða veröld, en á bak við hvern veitingastað standa vaktina frábærir veitingamenn sem hafa borið hróður íslenskrar matarmenningar ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.

Á þessum fordæmalausu tímum sem við og heimurinn allur erum að upplifa í dag þá stendur illa á hjá veitingastöðum, því vegna samkomubanns hafa flestir matsölustaðir lokað, annað hvort að fullu eða að hluta. Margir veitingastaðir bjóða þó upp á heimsendingar og / eða þá að fólk geti sótt matinn beint á staðinn og tekið með heim. 

Við hjá Bakó Ísberg höfum ákveðið að leggja okkar á lóðarskálarnar og ætlum að bjóða Íslendingum upp á þá þjónustu að fá kokkinn beint heim í stofu í gegnum svokallað streymi á Facebooksíðu Bakó Ísberg eða beint frá eldhúsi allra landsmanna.

Við höfum valið bæði frábæran hóp veitingamanna til að taka þátt í þessu með okkur sem og þekkta ástríðukokka sem munu elda fyrir okkur og kenna okkur eitthvað nýtt á hverjum degi yfir 8 daga tímabil“

Eins og áður segir hefst fyrsta streymið á morgun klukkan 13:00 og þá getur þú lesandi kær fengið Bubba sjálfan inn í stofu heim til þín, með liðsinni tækninnar, í einkakennslu í safagerð, en samkvæmt tilkynningu telur tónlistarmaðurinn knái þennan safa heldur betur geta bætt ónæmiskerfi landsmanna.

Streymið má finna hér á Facebook síðu Bakó Ísbergs – athugið þó að það hefst ekki fyrr en 13:00 á morgun, miðvikudag.

Dagskráin er svohljóðandi

  • 15. apríl Bubbi Morthens með safann “Eitur Pési“
  • 16. apríl Friðgeir Ingi Brasserie Eiríksson “ Dutch babies“
  • 17. apríl Markús Le Kock “Kleinuhringir“
  • 18. apríl Gunnlaugur Ingason –„kaffidesert með karamellu miðju“
  • 20. apríl Haukur Már Hauksson Yuzu “Risarækjur”
  • 21. apríl Rúnar Kokkarnir –“Bleikja“ 
  • 22. apríl Viktor og Hinrik í Sælkerabúðinni-“Nautasteik“
  • 24. apríl Jói Fel „rjómalagað pasta með grilluðu hvítlauks súrdeigsbrauði“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirMatur
Fyrir 3 vikum

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði
Matur
Fyrir 3 vikum

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann
Matur
Fyrir 4 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
23.08.2020

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
16.08.2020

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos