Mánudagur 08.mars 2021
Matur

Kalt hádegisnesti Lindu Blöndal

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 14:00

Linda Blöndal býr til gómsætt nesti. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Blöndal, þáttastjórnandi á Hringbraut, ritstýrir þjóðmálaþættinum 21. Hún elskar útiveru og býr til stórkostlega gott nesti. Hér deilir hún einni af sínu uppáhalds nestisuppskriftum.

„Ég undirbý þetta kvöldinu áður. Það má henda þessu til eða frá. Líka fyrir þreytta foreldra,“ segir Linda.

Nestið hennar Lindu Mynd/Valli.

1 bolli eldað kjúklingakjöt Hvað sem er, ég sýð stundum kjúklingaleggi í salti og ríf kjötið frá. Stundum er líka til kalt kjúklingakjöt frá deginum áður, bringur eða læri.
1/2 dós  svartar baunir. Ég kaupi Bionta Organic tegundina
Salthnetur – 1 hnefi
2 msk. majones
1 stk. fíkjusulta Fig Relish frá Stokes, fæst í Hagkaup.
1 tómatur, skorinn í ferninga
1 tsk. sítrónusafi

Setið kjúklingakjötið í skál. Skolið baunirnar úr dósinni og notið helminginn og blandið vð kjötið.

Myljið hneturnar. Gott að nota mortél. Það má líka setja hnetur í plastpoka og berja í spað (og hugsa um gamlan kærasta – þá gengur Extra vel).

Og taka svo hneturuslið úr pokanum og setja með kjúklingnum og baununum.

Setjið ferska tómatferningana ofan á allt. Blandið majonesi og fíkjusultu saman með sítrónusafanum. Þetta er dressingin – notið bara nóg af henni!

Svo má salta og pipra að vild og breyta sítrónusafanum og hlutföllum í dressingunni. Líka er gott að hafa smá soðið kínóa með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.02.2021

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum
Matur
07.02.2021

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði

Þrautreynd baunamasala uppskrift með naanbrauði
Matur
02.02.2021

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund

Nýr Royal búðingur – Þú bjóst örugglega ekki við þessari bragðtegund
Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
24.01.2021

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd

Þristamús að hætti Röggu Nagla – Sykurlaus og hollustuvædd
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
12.01.2021

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar

5 hollir og einfaldir fiskréttir fyrir árangursríkan janúar
Matur
09.01.2021

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum