fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Kalt hádegisnesti Lindu Blöndal

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 14:00

Linda Blöndal býr til gómsætt nesti. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Blöndal, þáttastjórnandi á Hringbraut, ritstýrir þjóðmálaþættinum 21. Hún elskar útiveru og býr til stórkostlega gott nesti. Hér deilir hún einni af sínu uppáhalds nestisuppskriftum.

„Ég undirbý þetta kvöldinu áður. Það má henda þessu til eða frá. Líka fyrir þreytta foreldra,“ segir Linda.

Nestið hennar Lindu Mynd/Valli.

1 bolli eldað kjúklingakjöt Hvað sem er, ég sýð stundum kjúklingaleggi í salti og ríf kjötið frá. Stundum er líka til kalt kjúklingakjöt frá deginum áður, bringur eða læri.
1/2 dós  svartar baunir. Ég kaupi Bionta Organic tegundina
Salthnetur – 1 hnefi
2 msk. majones
1 stk. fíkjusulta Fig Relish frá Stokes, fæst í Hagkaup.
1 tómatur, skorinn í ferninga
1 tsk. sítrónusafi

Setið kjúklingakjötið í skál. Skolið baunirnar úr dósinni og notið helminginn og blandið vð kjötið.

Myljið hneturnar. Gott að nota mortél. Það má líka setja hnetur í plastpoka og berja í spað (og hugsa um gamlan kærasta – þá gengur Extra vel).

Og taka svo hneturuslið úr pokanum og setja með kjúklingnum og baununum.

Setjið ferska tómatferningana ofan á allt. Blandið majonesi og fíkjusultu saman með sítrónusafanum. Þetta er dressingin – notið bara nóg af henni!

Svo má salta og pipra að vild og breyta sítrónusafanum og hlutföllum í dressingunni. Líka er gott að hafa smá soðið kínóa með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa