fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Matur

Fann sína hillu þegar hún prófaði Ketó mataræði

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 19:00

Hanna Þóra Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra Helgadóttir rithöfundur og matarbloggari verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili sem er sýndur mánudagskvöld á Hringbraut.

Eins og við flest þekkjum er matur manns megin og eins og við erum mörg og ólík þá er mismundandi hvað hentar hverjum og einum. Það er ávallt ánægjulegt þegar fólk finnur þann lífsstíl sem hentar þeim best og eykur vellíðan, úthald og umfram allt að það finni sína hillu þegar það kemur að mataræðinu. Ketó mataræðið er einn lífsstílinn sem margir kjósa sér í dag með góðri útkomu. Hanna Þóra er ein þeirra sem breytti um stefnu í sínu mataræði og byrjaði á Ketó mataræði. Sjöfn Þórðar heimsækir Hönnu Þóru heim í eldhúsið og fær innsýn í lífsstíl hennar þegar kemur að mat.

„Ég hef alltaf verið matarmegin í lífinu og ég fann mína hillu þegar ég prófaði Ketó mataræðið fyrir tveimur árum. Ketó mataræðið hentar mér afskaplega vel segir Hanna Þóra og fann hvað það var hægt að njóta matar en samt sem áður upplifa miklar breytingar á heilsufari á sama tíma þrátt fyrir að vera á sérstöku mataræði sbr. Ketó. „Mér finnst svo gaman að dunda mér í eldhúsinu og búa til uppskriftir sem passa innan rammans að vera sykur og hveitilausar ásamt því að vera lágar í kolvetnum.“

Þegar kemur að því að töfra fram ljúffengar kræsingar með kaffinu segir Hanna Þóra að sé lítið mál að töfra fram góðgæti og sviptir hulunni af sínu uppáhalds kræsingum með helgarkaffinu í þættinum og býður Sjöfn að smakka. Ástríða Hönnu Þóru hefur svo fengið nýjar hæðir með matreiðslubókinni hennar, Ketó, sem er á leiðinni í verslanir fyrir jólin. Hanna Þóra hefur hreinlega blómstrað eftir að hún fann það matarræði sem hentaði henni best og hefur aldrei liðið betur.

Missið ekki af áhugaverðu innliti í eldhúsið hennar Hönnu Þóru í þættinum Matur & Heimili.

Við getum fegrað heimilin okkar með litunum úr árstíðunum

Inga Bryndís Jónsdóttir fagurkeri og einn af eigendum lífsstíls verslunarinnar Magnolia verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili sem er sýndur mánudagskvöld á Hringbraut.

Flest okkar höfum ánægju að því fegra heimilin okkar og mynda hlýja og kósý stemningu sem á við fyrir hverja árstíð að hverju sinni. Sjöfn Þórðar heimsækir Ingu Bryndísi Jónsdóttur annan eiganda verslunarinnar Magnolia við Skólavörðustíginn og fær hjá henni áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilin. Hvernig má skreyta og dekka upp borð og leyfa árstíðunum að njóta sín.

Inga Bryndís er mikill fagurkeri og hefur ánægju að því að dekka borð og stílesera inná heimili sínu sem og í versluninni. „Haustfegurðin er engri lík og litirnir í náttúrunni eru svo róandi,“ segir Inga Bryndís og nefnir jafnframt að það þurfi hvorki að vera dýrt né flókið að fegra heimilið með litlum og einföldum hlutum. „Jarðlitirnir eru sígildir og dekkri tónar rata gjarnan inná heimilin á haustin,“ segir Inga Bryndís. Hún nefnir jafnframt að hægt sé að sækja margt úti í náttúrunni til að fegra heimilin, eins og fallegar greinar, ber og fallin laufblöð sem skarta flórunni af fallegum haustlitum. „Kerti hafa líka róandi áhrif og gera mikið fyrir rýmin,“ segir Inga Bryndís og nefnir jafnframt að haustin og veturnir séu skemmtilegustu árstíðirnar til að skreyta innandyra. Fáið áhugaverða innsýn í haust- og vetrarfegurðina fyrir heimilin í þættinum Matur & Heimili.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20.30 á Hringbraut og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Ostasalatið sem þú munt liggja í

Ostasalatið sem þú munt liggja í
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre
Matur
Fyrir 3 vikum

Klassísku blómafernurnar líta aftur dagsins ljós

Klassísku blómafernurnar líta aftur dagsins ljós
Matur
Fyrir 3 vikum

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni
Matur
11.04.2022

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka
Matur
09.04.2022

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið