fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 18:30

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kókos-chilli kjúklingur

Hérna kemur uppskrift að dásamlegum kjúklingarétti, heimagerðu naan-brauði og ferskri jógúrtsósu. „Mér finnst þessi réttur alveg svakalega góður, einfaldur og hvort sem ég er að gera kvöldmat fyrir fjölskylduna eða fá vini í matarboð klikkar hann ekki og fólk biður iðulega um uppskriftina að þessum rétti.“

Una Guðmundsdóttir, matgæðingur DV, skellir hér í freistandi veislu sem sannarlega breytir súld í sigur. Ekki skemmir heimabakaða naan-brauðið fyrir en hugrakkir geta jafnvel lagt í að fylla það sé fólk í flippstuði. Svo má frysta brauðið nýbakað.

4 stk. kjúklingabringur
1 stk. laukur
2 msk. kókosolía til steikingar
Salt og pipar
1 tsk. engiferduft
1 tsk. cayennepipar
1 tsk. chillipipar
2 msk. hveiti
400 g kjúklingabaunir mjúkar
2-3 stk. meðalstórar gulrætur
2 stk. sellerí
2 msk. hnetusmjör
Handfylli af basilíku
1 dl vatn
400 ml kókosmjólk
2 stk. hvítlauksrif

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar niður í bita og steikja þá upp úr kókosolíunni á pönnu í 5 mínútur. Skerið smátt niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt kjúklingnum í nokkrar mínútur.

Kryddið kjúklinginn á pönnunni með cayenne, chilli, engifer, salti og pipar. Steikið áfram uns kjúklingurinn er gegnsteiktur en varist að ofelda.
Bætið hveiti varlega yfir kjúklinginn og hrærið vel saman við með sleif. Takið rifjárn og rífið gulræturnar niður, skerið sellerí í litla bita og skerið basilíkuna niður og setjið út á pönnuna. Því næst er kókosmjólkinni, vatninu og kjúklingabaununum bætt saman við kjúklingablönduna og öllu leyft að mallast vel saman í um 20 mínútur við vægan hita. Að lokum er hnetusmjörinu bætt saman við og því leyft að hitna og blandast vel við.

Berist fram með til dæmis hrísgrjónum, naan-brauði og góðri jógúrtsósu.

Meðlæti

Jógúrtsósa
1 dós hrein jógúrt
½ gúrka, smátt skorin
Salt og pipar
Kóríander skorið smátt niður

Öllu blandað saman og saltað og piprað að vild. Best að geyma sósuna í kæli áður en hún er borin fram.

Naan-brauð

1,5 dl volgt vatn
2 tsk. þurrger
3,5 dl hveiti
1 tsk. salt
2 msk. ólífuolía
2 msk. hrein jógúrt
Gróft sjávarsalt

Byrjið á að blanda vatni, þurrgeri og salti saman í skál, setjið rakt viskastykki yfir skálina og látið standa í um 10-15 mínútur.
Bætið hveiti, ólífuolíu og jógúrt saman við blönduna og hnoðið saman í skál, setjið aftur rakt viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í um 30 mínútur.

Skiptið deiginu í 4-6 bita eftir því hversu mörg eða stór brauð þið viljið.

Fletjið deigið út, mér finnst best að nota hendurnar til þess en auðvitað má líka nota kökukefli. Setjið smá smjör á pönnu og steikið brauðin upp úr smjörinu, gott að steikja hvora hlið í um 3-4 mínútur við miðlungshita. Ég strái svo grófu salti yfir brauðin þegar ég tek þau af pönnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa