fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Matur

Þetta borðar Margrét Bjarnadóttir á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. ágúst 2020 09:30

Margrét Bjarnadóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður með meiru, trúir því að ef líkaminn er í góðu jafnvægi þá leiti hann í hollan og góðan mat. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi?

„Það er í raun enginn venjulegur dagur hjá mér þessa stundina og enginn dagur eins. Ég er matreiðslumaður að mennt og vanalega fer mikill tími í vinnuna og dagarnir eru óreglulegir, en nú er ég í fæðingarorlofi,“ segir Margrét.

„Ég vil helst hafa marga bolta á lofti og er alltaf með eitthvert verkefni fyrir daginn. Ég ver miklum tíma með fjölskyldunni minni og þá helst yngstu systur minni sem heldur manni á tánum. Ég elska að hreyfa mig og er þá helst að lyfta og sækja tabata-tíma. Einnig hef ég mjög gaman af gönguferðum. Síðan fer seinni hluti dagsins oft í að ákveða kvöldmat, matreiða og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég er mikil ugla og fer því mjög seint að sofa. Hef verið á leiðinni að hætta þeim slæma ávana síðustu 15 ár eða svo,“ segir Margrét.

Jafnvægi er lykillinn

Margrét fylgir engu sérstöku mataræði heldur leggur áherslu á jafnvægi. „Mér finnst best að vera skynsöm og hafa gott jafnvægi. Ég hef margoft prófað að fylgja matarprógrammi en mér líður einfaldlega best að borða það sem mig langar í hverju sinni,“ segir Margrét.

„Ég trúi því að ef líkaminn er í góðu jafnvægi þá leiti maður í hollan og góðan mat. Ég reyni að borða fjölbreytta fæðu og finnst gaman að smakka nýjan mat. Ég borða líka óhollt inn á milli eins flestir og á oftast súkkulaði og Haribo Clickmix heima,“ segir hún.

Margrét ver töluverðum tíma í eldhúsinu og þykir langskemmtilegast að elda asískan mat og prófa nýjar uppskriftir. „Í samkomubanninu prófaði ég mig aðeins áfram í súrdeigsbakstri og hafði mjög gaman af,“ segir Margrét.

Uppáhaldsmáltíð

„Það er mjög erfitt að velja eina máltíð. En sú máltíð sem ég hlakka alltaf til að borða eru rjúpur á jólunum með öllu tilheyrandi – finnst þá ómissandi að hafa Waldorfsalatið hennar ömmu með, með nóg af sérríi út í.“

Margrét Bjarnadóttir. Mynd/Anton Brink

Matseðill Margrétar

Morgunmatur:

Þegar ég á grænan banana þá fæ ég mér hann. Annars borða ég mjög sjaldan morgunmat.

Millimál nr. 1:

Grænn sjeik eða hrein ABT með múslí, höfrum og rúsínum.

Hádegismatur:

Fæ mér mjög oft mexíkóska ommelettu og avókadó. Svo fer ég stundum út að borða í hádeginu og finnst þá gott að fá mér fisk dagsins eða eitthvað annað spennandi.

Millimál nr. 2:

Finnst gott að fá mér ávöxt, þá helst appelsínu eða epli. En Snickers verður líka oft fyrir valinu…

Kvöldmatur:

Í sumar hef ég mikið verið að grilla pitsu. Annars er ég mjög reglulega með penang karrí eða annan asískan rétt. Svo þegar ég hef lítinn tíma finnst mér gott að henda í fajitas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Berglind matarbloggari á venjulegum degi

Þetta borðar Berglind matarbloggari á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Helgarbröns að hætti Unu – Ketóbolla og morgunverðar-tortillur

Helgarbröns að hætti Unu – Ketóbolla og morgunverðar-tortillur
Matur
15.09.2020

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum
Matur
13.09.2020

5 uppáhalds eldhústæki Þóru

5 uppáhalds eldhústæki Þóru
Matur
06.09.2020

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi
FréttirMatur
01.09.2020

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði