fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Matur

Berst Kórónuveiran með matvælum? Nei, en…

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur undanfarið fengið fyrirspurnir varðandi Kórónuveiruna og matvæli. Á mörgum brennur sú spurning hvort veiran geti borist með matvælum. Ekkert bendir til að svo sé en samt er brýnt að fara með ýtrustu gát. Eftirfarandi upplýsingar hafa borist frá Matvælastofnun um þetta:

Matvælastofnun berast ýmsar fyrirspurnir varðandi COVID-19 veiruna og matvæli. Hér að neðan er listi yfir helstu spurningar og svör við þeim. Stofnunin bendir jafnframt á almennar upplýsingar um veiruna á vef landlæknis. Fylgst er með þekkingarþróun á þessu sviði og verða upplýsingar hér uppfærðar eins og við á.

Er hætta á því að matvæli geti borið smit?

Ekki hefur verið staðfest að smit hafi borist með matvælum. COVID-19 er ekki matarborinn sjúkdómur. Þeir sem eru í sóttkví og með einkenni ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra.

Getur veiran borist með ferskum ávöxtum og grænmeti?

Veiran nær ekki að fjölga sér í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Hins vegar gæti hún setið á yfirborði eftir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýktum einstaklingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólíklegt er þó að hún nái að berast milli landa með ávöxtum og grænmeti. Matvælastofnun hvetur neytendur, nú sem áður, til að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.

Getur veiran borist með umbúðum matvæla?

Það er mjög ólíklegt að menn smitist af COVID-19 við snertingu matvælaumbúða. Handþvottur eftir verslunarferð er góð venja. Fylgið leiðbeiningum landlæknis um handþvott og smitvarnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi
Matur
02.04.2021

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki
Matur
02.04.2021

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum