fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

DV gleður lesendur

Til að eiga möguleika á að hreppa hnossið þarf að vera vinur okkar á Facebook.
Skoða vinninga hér
Matur

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 22:00

McDonald's er geysivinsæll staður en röramál hafa verið að stríða fyrirtækinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

McDonalds hefur á síðustu árum reynt að vera sjálfbærari með því að skipta plaströrum smám saman út fyrir pappírsrör á veitingastöðum sínum. Í september 2018 var öllum þeim 1,8 milljón plastsogrörum sem notuð eru á McDonalds á Bretlandi skipt út fyrir papparör. Verkefnið hefur mælst svo illa fyrir að það er nánast hægt að tala um algjörlega misheppnað tiltæki.

Fyrst urðu viðskiptavinirnir fúlir vegna þess að rörin áttu það til að molna á milli varanna á fólki þegar það var að gæða sér á gosdrykk eða mjólkurhristingi.

Nú hefur enn alvarlegra vandamál skotið upp kollinum. Dagblaðið The Sun hefur skýrt frá því að það sé ekki hægt að endurnýta rörin, þrátt fyrir að það hafi verið tilgangurinn með því að taka þau í notkun.

McDonalds hefur haldið því fram að hægt sé að endurnýta rörin að fullu. En samkvæmt skjali sem The Sun hefur undir höndum er sú ekki raunin. Þess í stað eru rörin brennd.

Þversögnin í þessu máli er sú að plaströrin sem skipt var út fyrir papparörin er hægt að endurvinna.

Málið vakti mikla athygli á Bretlandi og hafa fjölmargir fjölmiðlar tekið það upp. Gagnrýninni rignir yfir McDonalds og er fyrirtækið sakað um að hafa skipt um rör eingöngu til að fá jákvæða umfjöllun.

„Fólk veltir því fyrir sér hvort þetta hafi bara verið gert til þess að líta út fyrir að vera grænni, eða hvort þetta sé algjört klúður“, segir Ed Davey, fyrrverandi umhverifsráðherra Breta í viðtali við The Sun.

McDonald hefur staðfest það við The Sun að rörin séu ekki endurunnin.

„Við erum búin að styrkja pappírsrörin okkar og þrátt fyrir að hægt sé að endurvinna efnið sem þau eru búin til úr, þá gerir þykkt þeirra það að verkum að erfitt er fyrir ruslaflokkunina að vinna úr þeim“, segir talsmaður McDonalds. „Við erum að vinna að lausn. Þess vegna er það aðeins tímabundið sem rörunum er hent í ruslið“.

Búið er að tilkynna um innleiðingu papparöranna á McDonalds í Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Jennifer Garner bað soninn um að skipuleggja kryddhilluna – Biður hann ekki aftur

Jennifer Garner bað soninn um að skipuleggja kryddhilluna – Biður hann ekki aftur
Matur
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr hefur verið vegan í tvö ár – „Ánægjulegt að enginn þurfi að deyja svo ég verði almennilega saddur“

Jón Gnarr hefur verið vegan í tvö ár – „Ánægjulegt að enginn þurfi að deyja svo ég verði almennilega saddur“
Matur
Fyrir 2 vikum

Úlfúð vegna matargagnrýni Með okkar augum: „Ertu að gagnrýna hvernig fatlaða konan gagnrýnir mat?“

Úlfúð vegna matargagnrýni Með okkar augum: „Ertu að gagnrýna hvernig fatlaða konan gagnrýnir mat?“
Matur
Fyrir 2 vikum

Uppáhaldsnammið endurgert í eldhúsinu heima

Uppáhaldsnammið endurgert í eldhúsinu heima
Matur
Fyrir 3 vikum

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni
Matur
Fyrir 3 vikum

Steinunn segir vinnandi konur vera ástæðuna fyrir offitu ungra Íslendinga

Steinunn segir vinnandi konur vera ástæðuna fyrir offitu ungra Íslendinga
Matur
Fyrir 3 vikum

Bakað með lakkrís – Fjórar uppskriftir

Bakað með lakkrís – Fjórar uppskriftir
Matur
Fyrir 3 vikum

Björk er orðin að samloku

Björk er orðin að samloku