fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Matur

McDonalds í vanda vegna rörahneykslis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 22:00

McDonalds fjölgar starfsfólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

McDonalds hefur á síðustu árum reynt að vera sjálfbærari með því að skipta plaströrum smám saman út fyrir pappírsrör á veitingastöðum sínum. Í september 2018 var öllum þeim 1,8 milljón plastsogrörum sem notuð eru á McDonalds á Bretlandi skipt út fyrir papparör. Verkefnið hefur mælst svo illa fyrir að það er nánast hægt að tala um algjörlega misheppnað tiltæki.

Fyrst urðu viðskiptavinirnir fúlir vegna þess að rörin áttu það til að molna á milli varanna á fólki þegar það var að gæða sér á gosdrykk eða mjólkurhristingi.

Nú hefur enn alvarlegra vandamál skotið upp kollinum. Dagblaðið The Sun hefur skýrt frá því að það sé ekki hægt að endurnýta rörin, þrátt fyrir að það hafi verið tilgangurinn með því að taka þau í notkun.

McDonalds hefur haldið því fram að hægt sé að endurnýta rörin að fullu. En samkvæmt skjali sem The Sun hefur undir höndum er sú ekki raunin. Þess í stað eru rörin brennd.

Þversögnin í þessu máli er sú að plaströrin sem skipt var út fyrir papparörin er hægt að endurvinna.

Málið vakti mikla athygli á Bretlandi og hafa fjölmargir fjölmiðlar tekið það upp. Gagnrýninni rignir yfir McDonalds og er fyrirtækið sakað um að hafa skipt um rör eingöngu til að fá jákvæða umfjöllun.

„Fólk veltir því fyrir sér hvort þetta hafi bara verið gert til þess að líta út fyrir að vera grænni, eða hvort þetta sé algjört klúður“, segir Ed Davey, fyrrverandi umhverifsráðherra Breta í viðtali við The Sun.

McDonald hefur staðfest það við The Sun að rörin séu ekki endurunnin.

„Við erum búin að styrkja pappírsrörin okkar og þrátt fyrir að hægt sé að endurvinna efnið sem þau eru búin til úr, þá gerir þykkt þeirra það að verkum að erfitt er fyrir ruslaflokkunina að vinna úr þeim“, segir talsmaður McDonalds. „Við erum að vinna að lausn. Þess vegna er það aðeins tímabundið sem rörunum er hent í ruslið“.

Búið er að tilkynna um innleiðingu papparöranna á McDonalds í Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Matur
Fyrir 2 vikum

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu
Matur
Fyrir 2 vikum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum

Furðulegustu veitingastaðir í heimi – Ræður hvort þú klæðist fötum
Matur
Fyrir 3 vikum

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
05.06.2020

Girnilegar ostakökur á korteri

Girnilegar ostakökur á korteri
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
30.05.2020

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska
Matur
27.05.2020

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum

Fitness áhrifavaldur útskýrir muninn á þessum tveimur myndum