Föstudagur 13.desember 2019
Matur

Eitt glas af gosdrykk eða ávaxtasafa á dag getur aukið líkurnar á krabbameini

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 22:30

Það var víst ekki svona mikið úrval af drykkjum á hótelinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk drekkur 100 ml af gosdrykkjum eða ávaxtasafa á dag aukast líkurnar á að fá krabbamein um 18 prósent. Líkurnar á að fá brjóstakrabbamein aukast um 22 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar franskrar rannsóknar sem voru nýlega birtar í hinu virta vísindariti British Medical Journal.

100.000 fullorðnir Frakkar tóku þátt í rannsókninni sem náði yfir níu ára tímabil. Niðurstöður hennar eru tölfræðilega mikilvægar.

„Það kemur kannski á óvart en það hinar auknu líkur á krabbameini við mikla neyslu sykraðra drykkja komu einnig fram hjá þeim sem drukku hreinann ávaxtasafa. Þetta þarfnast frekari rannsókna.“

Hefur CNN eftir Ian Johns, næringarsérfræðingi.

En það er kannski ekki algjört svartnætti framundan fyrir þá sem drekka gosdrykki og ávaxtasafa því hér er það sykurinn sem á hlut að máli. Ekkert samhengi fannst á milli aukinnar hættu á að fá krabbamein og neyslu sykurlausra gosdrykkja.

„Þegar maður drekkur mikið af vökva með sykri aukast líkurnar á ofþyngd og hún eykur líkurnar á krabbameini.“

Hefur CNN eftir Mathilde Touvier, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Vísindamennirnir leggja þó áherslu á að það beri að túlka niðurstöðurnar með ákveðinni varúð því neysla þátttakenda í rannsókninni á sykurlausum gosdrykkjum hafi verið mjög lítil.

Rannsóknin skýrir ekki hvort auknar líkur á krabbameini séu afleiðing þess að drekka sykraða drykki eða hvort undirliggjandi heilbrigðisvandamál komi við sögu.

„Rannsóknin veitir ekki fullkomið svar um tengsl sykurs og krabbameins en sýnir mikilvægi þess að draga úr neyslu sykurs.“

Hefur CNN eftir Amelia Lake, hjá Teesside háskólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Karitas varpaði sprengju á Twitter – „Ég er svo orðlaus yfir þessu“

Karitas varpaði sprengju á Twitter – „Ég er svo orðlaus yfir þessu“
Matur
Fyrir 2 vikum

Jólasmákökur sem fólk á ketó dýrkar – Súpereinföld uppskrift

Jólasmákökur sem fólk á ketó dýrkar – Súpereinföld uppskrift
Matur
Fyrir 3 vikum

Einfalt og hollt ketó snarl

Einfalt og hollt ketó snarl
Matur
Fyrir 3 vikum

Hann borðaði ekkert nema KFC í viku og endaði með því að léttast

Hann borðaði ekkert nema KFC í viku og endaði með því að léttast