fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
Matur

Einar fékk dularfulla flögu sem færði hann aftur um áratugi: „Nú veit ég hvernig fornleifafræðingum líður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 2. maí 2019 14:00

Einar og snakkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, íþróttafræðingur og knattspyrnuáhugamaður, keypti sér snakk frá Stjörnusnakki á dögunum og trúði vart eigin augum þegar hann dýfði sér í pokann. Einar fann einstaka flögu sem hann hafði ekki séð í mörg ár – Pizzahringinn. Einar brá á það ráð að skrifa Stjörnusnakki bréf til að grennslast fyrir um þessa fornu flögu.

„Góðan dag. Ég varð fyrir þeirri skemmtilegu uppákomu þegar ég var að borða ykkar úrvals Stjörnusnakk að ein flagan var ekki eins og hinar. Hún tók mig mörg ár aftur í tímannn, sem ekki kemur á óvart, þar sem þetta var hinn eini sanni Pizzahringur (man nafnið ekki 100% en mig rámar í þetta). Því langar mig að spyrja: Finn ég þá tegund snökka einhvers staðar árið 2019? Ef ekki, af hverju ekki?“ skrifar Einar í bréfi til Stjörnusnakks sem hann deilir á Twitter.

„Ég tók mynd af flögunni til sönnunar. Nú veit ég hvernig fornleifafræðingum líður. Flagan var ekki borðuð og verður geymd.

Kær snakkarakveðja,
Ykkar aðdáandi,
Einar,“ bætir hann við.

Í samtali við Einar fagnar hann áhuga blaðamanns á málinu og segir að það verði að „berast sem víða.“ Hann hefur ekki enn fengið svar frá Stjörnusnakki, en DV mun fylgjast grannt með þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos
Matur
Fyrir 2 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“
Matur
Fyrir 3 vikum

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma