fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
Matur

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 17:30

Hrafnhildur Hermannsdóttir, Kristófer Júlíus Leifsson, Hanna María Hermannsdóttir, Calur Hermannsdóttir og börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jú, það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga,“ segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt, en fyrirtækið fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Matarvefnum barst til eyrna að bróðir Hrafnhildar, Valur Hermannsson, sem jafnframt er einn af eigendum Eldum rétt, hafi lagt mikið á sig í undirbúningi fyrir afmælið.

„Það verður ekki tekið af Val bróður að hann er harður af sér, en hann var hérna haltrandi með staf að pakka inn, þar sem honum tókst að nánast ökklabrjóta sig í fótbolta kvöldið áður. Það er ástríða í þessu hjá okkur fjölskyldunni,“ segir Hrafnhildur og brosir.

Í raun hafa flestir starfsmenn Eldum rétt, þar á meðal forritarar og framkvæmdastjórar, skellt sér í önnur hlutverk það sem af er vikunni, klætt sig í hlífðarfatnað og pakkað matarpökkum fyrirtækisins sökum anna. Eigendur Eldum rétt ákváðu nefnilega að halda upp á fimm ára afmælið með því að lauma vinningum í nokkra matarpakka frá fyrirtækinu til 16. maí. Í fyrstu átti aðeins að bjóða einni fjölskyldu til Krítar í boði Eldum rétt í afmælisleiknum, en nú er búið að tvöfalda vinningana þannig að tvær fjölskyldur eiga kost á að komast í sólina.

„Núna eru því tvær bronsplötur, tvær silfurplötur og tvær gullplötur, í umferð. Bronsplata þýðir að sá sem hana finnur í pakkanum sínum hefur unnið 70 þúsund króna gjafabréf í Snúruna, silfurplata gefur gistingu í Deluxe herbergi á Hótel Húsafelli, fyrir tvo, ásamt fjögurra sælkerakvöldverð og gullplata gefur flug og gistingu fyrir alla fjölskylduna á Krít í tólf daga,“ segir Hrafnhildur.

Eins og áður segir eru fimm ár síðan Eldum rétt var stofnað af fyrrnefndum Val Hermannssyni og Júlíusi Leifssyni. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og var hagnaður þess árið 2017 ríflega 81 milljón króna og 78 milljónir króna árið áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 2 vikum

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“
Matur
Fyrir 3 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?