fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Matur

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 18:30

Aperol Spritz er vinsæll drykkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn og rithöfundurinn Rebekah Peppler birti pistil í dagblaðinu New York Times fyrir stuttu sem hefur svo sannarlega vakið upp hörð viðbrögð. Titill pistilsins er: Aperol Spritz er ekki góður drykkur og rökstyður Rebekah þessa skoðun sína í pistlinum.

„Þessi vinsæli, Instagram-væni fordrykkur er eins og Capri sun eftir fótboltaæfingu á hlýjum degi. Ekki á góðan hátt,“ skrifar Rebekah til að mynda í greininni.

Drykkurinn Aperol Spritz er níundi mest seldi kokteillinn í heiminum en hann samanstendur af freyðivíni, sódavatni og Aperol. Drykkurinn á uppruna sinn að rekja til Ítalíu og er gríðarlega vinsæll í heimalandinu.

Aðdáendur drykksins hafa verið duglegir að viðra skoðanir sínar á pistli Rebekuh á Twitter og eru sárir og svekktir út í hana, eins og sést hér fyrir neðan:

Rebekah sjálf var spurð út í fjaðrafokið í viðtali við ABC News og segist ekki hafa búist við svo hörðum viðbrögðum.

„Þegar ég lagði til að pistillinn yrði skrifaður vissi ég að skoðun mín, sem ég hef verið á í mörg ár, færi gegn straumnum. Þannig að ég bjóst við viðbrögðum, en ég bjóst ekki við svo miklum viðbrögðum á svo stuttum tíma,“ segir Rebekah, sem hefur fylgst grannt með umræðunni. Hún er hins vegar hæstánægð með jákvæðu viðbrögðin, sem hafa til að mynda komið frá stjörnukokkinum Nigellu Lawson.

„Ég held að ánægjulegustu viðbrögðin hafi verið þegar að Nigella Lawson og Yasmin Khan studdu mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Matur
Fyrir 1 viku

Kjúklingur með pestó og piparosti

Kjúklingur með pestó og piparosti
Matur
Fyrir 1 viku

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki

Klassísk eplakaka sem klikkar ekki
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!