fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
Matur

Pantaði kjúklingarétt og hugsaði sér gott til glóðarinnar – Svo kom skellurinn: „Þetta er svo ógeðslegt“

Fókus
Laugardaginn 11. maí 2019 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deyanira Cortes, búsett í Ohio í Bandaríkjunum, hefur séð betri daga en þegar hún fann rottufóstur í Teriyaki-kjúklingnum hennar. Cortes greindi frá þessu með myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu sinni sem hefur farið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum.

Í myndbandinu kemur fram að rétturinn sem hún pantaði frá veitingastaðnum Yihi Japan í Kólumbus hafi innihaldið rottunga sem óvart var búið að elda. Öruggt er að segja að Cortes hafi alls ekki verið skemmt og hvetur hún fólk til að vinsamlegast sniðganga umræddan veitingastað.

„Þetta er svo ógeðslegt! Ég pantaði Teriyaki-kjúklinganúðlur og fékk rottufóstur með“ segir Cortes. „Rottan er elduð! Sjá þessar litlu hendur, andlitið. Guð minn góður, þetta er svo ógeðslegt.“

Myndband hennar má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“
Matur
Fyrir 1 viku

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat

Segðu bless við salatþreytu – Stórsniðuga brellan sem breytir sýn þinni á salat
Matur
Fyrir 1 viku

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez

Churros con Chocolate á spænska vísu að hætti Maríu Gomez
Matur
Fyrir 1 viku

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“

Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum: „Mér finnst þessi réttur eiga skilið að vera í hávegum hafður“